Erlent

Á­rásar­maðurinn úr­skurðaður í fjögurra vikna gæslu­varð­hald

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Zaniar Matapour, sem skaut tvo til bana á aðfaranótt laugardags, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Zaniar Matapour, sem skaut tvo til bana á aðfaranótt laugardags, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Rodrigo Freitas/Getty

Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur.

Matapour hóf skothríð fyrir framan skemmtistaðinn The London Pub í miðborg Oslóar upp úr eittleytinu á föstudagsnótt með þeim afleiðingum að tveir létust og fjöldi fólks særðist. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina og hefur verið ákærður fyr­ir morð, til­raun til mann­dráps og hryðju­verk.

Bannað að eiga samskipti

Í gær vakti það athygli að hann neitaði að vera yf­ir­heyrður, nema upp­taka af yfirheyrslunni yrði birt op­inbererlega. Lögreglan sagðist virða rétt hans til að neita því að útskýra mál sitt en sögðust vera að vinna í því að fá hann til að tjá sig.

Skjákskot af myndbandi sem náðist af Zaniar Matapour á aðfaranórr sunndags eftir skotárásina.Skjáskot

NRK greindi frá því í dag að Matapour hafi verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá er honum ekki leyft að eiga samskipti við aðra af ótta við að það muni eyðileggja rannsókn málsins. Af þessum sökum má hann ekki fá bréf, heimsóknir eða tala við fjölmiðla og er gert að sæta einangrun í tvær vikur.

Hætta við stuðningsfund

Í kvöld ætluðu nokkur samtök hinseginfólks að halda sameiginlegan stuðningsfund fyrir framan ráhúsið í Osló þar sem átti að flytja ræður og tónlistaratriði. Að ráðleggingum lögreglunnar hefur hins vegar verið hætt við viðburðinn.

Lögreglustjórinn Benedicte Bjørnland sagði á blaðamannafundi á mánudag að lögregla legði stranglega til að Pride-viðburðinum sem átti að halda í Osló í kvöld yrði frestað og að öllum öðrum Pride-viðburðum annars staðar í landinu yrði frestað uns annað verður ákveðið.


Tengdar fréttir

Neitar að láta yfir­heyra sig nema lög­regla birti upp­tökuna

Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum.

Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar

Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.