Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 13:18 Cecilie Lilaas-Skari, aðstoðarlögreglustjóri Oslóar (t.v.), og Borge Enoksen, lögfræðingur hjá lögregluiembættinu, á blaðamannafundi um skotárásina í dag. Vísir/EPA Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. Norska lögreglan upplýsti á blaðamannafundi í dag að 42 ára gamall karlmaður sem er í haldi vegna skotárásarinnar sem kostaði tvo karlmenn lífið aðfaranótt laugardags hefði enn ekki verið yfirheyrður. Hann er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Ástæðan er sú að maðurinn neitar að leyfa lögreglu að gera mynd- og hljóðupptöku af yfirheyrslunni nema hún fallist á að birta upptökuna í heild sinni opinberlega. John Christian Elden, lögmaður árásarmannsins, segir lögreglumenn hafi reynt að fá skjólstæðing sinn til að tala um árásina í hálftíma í dag en án árangurs. Hann hefur því ekki tekið afstöðu til sakarefnisins eða sagt nokkuð um hvað honum gekk til. Árásin hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra, aðeins nokkrum klukkustundum áður en gleðiganga átti að fara fram í borginni. Göngunni var aflýst. Tveir karlmenn, annar á sextugsaldri en hinn á sjötugsaldri, voru skotnir til bana og 21 særðist, þar af tíu alvarlega. Enginn þeirra særðu er þó í lífshættu. Norska ríkisútvarpið NRK hefur sagt frá því að árásarmaðurinn hafi verið í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá birti nýlega samfélagsmiðlafærslu þar sem hann hvatti til drápa á samkynhneigðum. Árásarmaðurinn sjálfur er norskur ríkisborgari en kom sem barn frá kúrdíska hluta Írans. Noregur Hinsegin Trúmál Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum. 26. júní 2022 10:02 Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fleiri fréttir Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Sjá meira
Norska lögreglan upplýsti á blaðamannafundi í dag að 42 ára gamall karlmaður sem er í haldi vegna skotárásarinnar sem kostaði tvo karlmenn lífið aðfaranótt laugardags hefði enn ekki verið yfirheyrður. Hann er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Ástæðan er sú að maðurinn neitar að leyfa lögreglu að gera mynd- og hljóðupptöku af yfirheyrslunni nema hún fallist á að birta upptökuna í heild sinni opinberlega. John Christian Elden, lögmaður árásarmannsins, segir lögreglumenn hafi reynt að fá skjólstæðing sinn til að tala um árásina í hálftíma í dag en án árangurs. Hann hefur því ekki tekið afstöðu til sakarefnisins eða sagt nokkuð um hvað honum gekk til. Árásin hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra, aðeins nokkrum klukkustundum áður en gleðiganga átti að fara fram í borginni. Göngunni var aflýst. Tveir karlmenn, annar á sextugsaldri en hinn á sjötugsaldri, voru skotnir til bana og 21 særðist, þar af tíu alvarlega. Enginn þeirra særðu er þó í lífshættu. Norska ríkisútvarpið NRK hefur sagt frá því að árásarmaðurinn hafi verið í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá birti nýlega samfélagsmiðlafærslu þar sem hann hvatti til drápa á samkynhneigðum. Árásarmaðurinn sjálfur er norskur ríkisborgari en kom sem barn frá kúrdíska hluta Írans.
Noregur Hinsegin Trúmál Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum. 26. júní 2022 10:02 Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fleiri fréttir Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Sjá meira
Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum. 26. júní 2022 10:02
Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44