Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 03:28 Tveir eru látnir og að minnsta kosti nítján særðir, þar af eru ellefu alvarlega særðir. EPA/Javad Parsa Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. To personer er bekreftet døde i skyteepisoden. Det er flere alvorlig skadde. Politiet definerte oppdraget som en PLIVO hendelse.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) June 24, 2022 Korter yfir eitt í nótt að staðartíma bárust lögreglunni í Osló ábendingar um að skotið hefði verið af byssu í miðbæ Osló. Rúmum hálftíma síðar tilkynnti lögreglan á Twitter að tveir hefðu verið skotnir og fleiri væru alvarlega særðir. Rétt fyrir klukkan tvö birtist svo tilkynning frá lögreglunni um að einn hefði verið handtekinn á vettvangi skömmu eftir árásina. Fjöldi fólks særður, þrír alvarlega Hedda Holth, upplýsingafulltrúi Háskólasjúkrahússins í Osló, staðfesti við NRK að nítján hefðu fengið aðhlynningu hjá heilbrigðisstofnunum. Þar af hefðu sjö verið lagðir inn á Ullevål-spítala, einn verið sendur til Ahus og að ellefu væru á bráðamóttökunni. Tore Barstad, talsmaður lögreglunnar og yfirmaður rannsóknarinnar á vettvangi, greindi frá því að þrír væru alvarlega særðir. Einn handtekinn Árásin virðist hafa átt sér stað á þremur stöðum, við London Pub, á skemmtistaðnum Herr Nilsen og á skyndibitastað í nágrenninu. Tore Barstad fer fyrir viðbrögðum og rannsókn lögreglunnar á staðnum.EPA/Javad Parsa Barstad sagði í viðtali við Aftenposten að vettvangur glæpsins hefði náð frá London Pub að nærliggjandi götu þar sem hinn grunaði var handtekinn nokkrum mínútum eftir að skotárásin byrjaði. Barstad sagði allt benda til að hinn grunaði hefði verið einn að verki. Fjölmargir vitni að árásinni NRK greinir frá því að Olav Rønneberg, blaðamaður fréttamiðilsins, hafi verið vitni að árásinni. Hann segist hafa séð mann koma að staðnum með poka, taka upp byssu og byrja að skjóta. Fjölmargir voru vitni að árásinni og hefur um 40 vitnum verið safnað saman á hóteli í nágrenninu fyrir skýrslutöku. Einnig hefur fjöldi fólks safnast saman fyrir utan London Pub með regnbogalitaða fána til að sýna fórnarlömbum árásarinnar og hinsegin samfélaginu stuðning. Rohan Sandemo Fernando, upplýsingafulltrúi Oslo Pride, sagði í viðtali við NRK að framkvæmdastjórn samtakanna hafi virkjað áfallateymi eftir árásina. Þá séu skipuleggjendur í virku samtali við lögregluna og aðra aðila sem koma að málinu. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
To personer er bekreftet døde i skyteepisoden. Det er flere alvorlig skadde. Politiet definerte oppdraget som en PLIVO hendelse.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) June 24, 2022 Korter yfir eitt í nótt að staðartíma bárust lögreglunni í Osló ábendingar um að skotið hefði verið af byssu í miðbæ Osló. Rúmum hálftíma síðar tilkynnti lögreglan á Twitter að tveir hefðu verið skotnir og fleiri væru alvarlega særðir. Rétt fyrir klukkan tvö birtist svo tilkynning frá lögreglunni um að einn hefði verið handtekinn á vettvangi skömmu eftir árásina. Fjöldi fólks særður, þrír alvarlega Hedda Holth, upplýsingafulltrúi Háskólasjúkrahússins í Osló, staðfesti við NRK að nítján hefðu fengið aðhlynningu hjá heilbrigðisstofnunum. Þar af hefðu sjö verið lagðir inn á Ullevål-spítala, einn verið sendur til Ahus og að ellefu væru á bráðamóttökunni. Tore Barstad, talsmaður lögreglunnar og yfirmaður rannsóknarinnar á vettvangi, greindi frá því að þrír væru alvarlega særðir. Einn handtekinn Árásin virðist hafa átt sér stað á þremur stöðum, við London Pub, á skemmtistaðnum Herr Nilsen og á skyndibitastað í nágrenninu. Tore Barstad fer fyrir viðbrögðum og rannsókn lögreglunnar á staðnum.EPA/Javad Parsa Barstad sagði í viðtali við Aftenposten að vettvangur glæpsins hefði náð frá London Pub að nærliggjandi götu þar sem hinn grunaði var handtekinn nokkrum mínútum eftir að skotárásin byrjaði. Barstad sagði allt benda til að hinn grunaði hefði verið einn að verki. Fjölmargir vitni að árásinni NRK greinir frá því að Olav Rønneberg, blaðamaður fréttamiðilsins, hafi verið vitni að árásinni. Hann segist hafa séð mann koma að staðnum með poka, taka upp byssu og byrja að skjóta. Fjölmargir voru vitni að árásinni og hefur um 40 vitnum verið safnað saman á hóteli í nágrenninu fyrir skýrslutöku. Einnig hefur fjöldi fólks safnast saman fyrir utan London Pub með regnbogalitaða fána til að sýna fórnarlömbum árásarinnar og hinsegin samfélaginu stuðning. Rohan Sandemo Fernando, upplýsingafulltrúi Oslo Pride, sagði í viðtali við NRK að framkvæmdastjórn samtakanna hafi virkjað áfallateymi eftir árásina. Þá séu skipuleggjendur í virku samtali við lögregluna og aðra aðila sem koma að málinu.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira