Íslenski boltinn

For­maður knatt­spyrnu­deildar Fram eltir ástina til Banda­ríkjanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurður Hrannar Björnsson, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Fram, Jannik Pohl, nýr leikmaður Fram, og Jón Sveinsson, þjálfari liðsins.
Sigurður Hrannar Björnsson, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Fram, Jannik Pohl, nýr leikmaður Fram, og Jón Sveinsson, þjálfari liðsins. Stöð 2

Breytingar hafa orðið á stjórn knattspyrnudeildar Fram þó svo að tímabilið sé í fullum gangi. Sigurður Hrannar Björnsson mun ekki sinna starfi formanns áfram þar sem hann er á leið til Bandaríkjanna.

Fram greinir frá þessu á vefsíðu sinni en þar segir að „starfandi formaður knattspyrnudeildar Fram mun stíga niður sem formaður vegna búferlaflutninga til Kaliforníu í Bandaríkjunum.“

Það kemur þó fram að Sigurður Hrannar muni vera áfram í stjórn en nú í hlutverki stjórnarmanns. Í yfirlýsingu Fram segir Sigurður Hrannar að eiginkona hans hafi fengið inngöngu í Stanford-háskóla og því væri hann að flytja til Bandaríkjanna. Hafi ákveðið að stíga niður sem formaður en þáði ósk stjórnar að fá að starfa áfram.

Agnar Þór Hilmarsson mun taka við af Sigurði Hrannari en hann hefur leitt fjárlagaráð knattspyrnudeildar að undanförnu. Axel Arnar Finnbjörnsson mun taka yfir hlutverk Agnars Þórs er hann verður formaður.

Eftir að vera spáð falli fyrir mót hefur Fram gert fína hluti í Bestu deild karla. Liðið situr í 8. sæti með 10 stig að loknum 10 umferðum. Kvennalið Fram er svo á toppi 2. deildar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.