Ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 22:54 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki tilefni til að lýsa yfir neyðarástandi vegna faraldurs apabólu að svo stöddu. Getty/Nikos Pekiaridis Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs apabólu. Það þurfi hins vegar að fylgjast grannt með faraldrinum sem hefur brotist út í meira en 50 löndum. Í yfirlýsingu á laugardag, sagði neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að margir þættir faraldursins væru óvenjulegir og það þyrfti að viðurkenna að apabóla, sem er landlæg í mörgum Afríkuríkjum, hafi verið afskipt í mörg ár. „Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hafi lýst yfir frábrugðnum skoðunum, ákvað nefndin samhljóða að ráðleggja yfirmanni WHO að á þessu stigi skyldi ekki lýsa því yfir að faraldurinn fæli í sér alþjóðlegt neyðarástand,“ sagði WHO í yfirlýsingu sinni. Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, kallaði saman neyðarnefnd stofnunarinnar á fimmtudag eftir að hafa lýst yfir áhyggjum yfir faraldri apabólu í löndum þar sem enn hafa ekki greint frá smitum af völdum sjúkdómsins. Apabóla herjað á Afríku í áratugi „Það sem gerir núverandi faraldur að sérstöku áhyggjuefni er hröð áframhaldandi útbreiðsla í nýjum löndum og svæðum og áhættan á frekari, viðvarandi smitum hjá viðkvæðum hópum sem innihalda fólk sem er ónæmisbæklað, óléttar konur og börn,“ sagði yfirmaður WHO. Apabóla hefur herjað á Mið- og Vestur-Afríku í áratugi en þar til í síðasta mánuði hafði sjúkdómurinn ekki verið þekktur fyrir að valda faröldrum í mörgum löndum á sama tíma né hjá fólki sem hefði engin tengsl við álfuna gegnum ferðalög. Í þessari viku staðfesti WHO meira en 3.200 smit apabólu í um 40 löndum sem hafa ekki áður greint frá sjúkdómnum. Stærstur hluti tilfellanna er hjá mönnum sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða stunda mök með öðrum mönnum. Yfir 80 prósent þessara tilfella voru í Evrópu. Nánar má lesa um yfirlýsingu WHO í frétt AP. Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Í yfirlýsingu á laugardag, sagði neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að margir þættir faraldursins væru óvenjulegir og það þyrfti að viðurkenna að apabóla, sem er landlæg í mörgum Afríkuríkjum, hafi verið afskipt í mörg ár. „Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hafi lýst yfir frábrugðnum skoðunum, ákvað nefndin samhljóða að ráðleggja yfirmanni WHO að á þessu stigi skyldi ekki lýsa því yfir að faraldurinn fæli í sér alþjóðlegt neyðarástand,“ sagði WHO í yfirlýsingu sinni. Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, kallaði saman neyðarnefnd stofnunarinnar á fimmtudag eftir að hafa lýst yfir áhyggjum yfir faraldri apabólu í löndum þar sem enn hafa ekki greint frá smitum af völdum sjúkdómsins. Apabóla herjað á Afríku í áratugi „Það sem gerir núverandi faraldur að sérstöku áhyggjuefni er hröð áframhaldandi útbreiðsla í nýjum löndum og svæðum og áhættan á frekari, viðvarandi smitum hjá viðkvæðum hópum sem innihalda fólk sem er ónæmisbæklað, óléttar konur og börn,“ sagði yfirmaður WHO. Apabóla hefur herjað á Mið- og Vestur-Afríku í áratugi en þar til í síðasta mánuði hafði sjúkdómurinn ekki verið þekktur fyrir að valda faröldrum í mörgum löndum á sama tíma né hjá fólki sem hefði engin tengsl við álfuna gegnum ferðalög. Í þessari viku staðfesti WHO meira en 3.200 smit apabólu í um 40 löndum sem hafa ekki áður greint frá sjúkdómnum. Stærstur hluti tilfellanna er hjá mönnum sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða stunda mök með öðrum mönnum. Yfir 80 prósent þessara tilfella voru í Evrópu. Nánar má lesa um yfirlýsingu WHO í frétt AP.
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
„Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29
Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29