Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 10:16 Blóm og fáni í litum hinsegin fólks á vettvangi skotárasarinnar í Osló í morgun. AP/Mosvold Larsen/NTB Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. Tveir voru skotnir til bana og tíu særðir í skotárásinni sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Norska blaðið VG segir að maðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari sem kom til Noregs sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Á blaðamannafundi um skotárásina í morgun sagði Christian Hatlo frá lögreglunni í Osló, að árásarmaðurinn hafi hlotið sakadóma fyrir tiltölulega minniháttar glæpi, þar á meðal fyrir vörslu fíkniefna árið 2016. Brotið hafi þó verið framið tæpum áratugi fyrr. Hann var fyrst dæmdur fyrir aðild að stunguárás á skólaballi á næturklúbbi í Osló árið 1999. Hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm en hann var þá enn á framhaldsskólalaldri. Áfrýjunardómstóll sýknaði hann ári síðar þar sem ekki var talið sannað að hann hefði haldið á hnífnum sem var notaður. Hann var þó dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Áfrýjunardómstóllinn tók tillit til ungs aldurs hans og „augljósra geðrænna vandamála“. Fyrir þremur árum var maðurinn handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps, ólöglegs skotvopnaburðs og að ganga með hníf á almannafæri. Honum var sleppt eftir aðeins nokkra daga þvert á vilja ákæruvaldsins. Áfrýjunardómstóll taldi grun lögreglu ekki nógu vel rökstuddan. Sterkur grunur um hatursglæp Árásarmaðurinn hefur einni sinni breytt um nafn og hefur verið á örorkubótum frá árinu 2013. Lögreglan sagði á fundinum í morgun að ein tilgátan væri að geðrænt ástand hans gæti skýrt árásina. Rannsókn á því væri þó skammt á veg komin. Hins vegar teldi lögreglan nokkuð sterkan grundvöll fyrir þeirri tilgátu að um hatursglæp hafi verið að ræða þar sem árásin var framin við skemmtistað sem er þekktur fyrir að vera vinsæll á meðal samkynhneigðra. „Heildarmat okkar er að það sé ástæða til að telja að hann hafi viljað valda alvarlegum ótta í samfélaginu,“ sagði Hatlo, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Gleðigangan í Osló átti að fara fram í dag en skipuleggjendur hennar aflýstu henni og tengdum viðburðum að ráðleggingum lögreglunnar. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi myndband af óttaslegnu fólki hlaupa um götu miðborgarinnar á meðan skothvellir heyrðust í bakgrunni. Lögreglan lagði hald á tvö skotvopn. Hatlo sagði að skotvopnin væru ekki nútímaleg en fór ekki út í frekari smáatriði um þau. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Tveir voru skotnir til bana og tíu særðir í skotárásinni sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Norska blaðið VG segir að maðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari sem kom til Noregs sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Á blaðamannafundi um skotárásina í morgun sagði Christian Hatlo frá lögreglunni í Osló, að árásarmaðurinn hafi hlotið sakadóma fyrir tiltölulega minniháttar glæpi, þar á meðal fyrir vörslu fíkniefna árið 2016. Brotið hafi þó verið framið tæpum áratugi fyrr. Hann var fyrst dæmdur fyrir aðild að stunguárás á skólaballi á næturklúbbi í Osló árið 1999. Hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm en hann var þá enn á framhaldsskólalaldri. Áfrýjunardómstóll sýknaði hann ári síðar þar sem ekki var talið sannað að hann hefði haldið á hnífnum sem var notaður. Hann var þó dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Áfrýjunardómstóllinn tók tillit til ungs aldurs hans og „augljósra geðrænna vandamála“. Fyrir þremur árum var maðurinn handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps, ólöglegs skotvopnaburðs og að ganga með hníf á almannafæri. Honum var sleppt eftir aðeins nokkra daga þvert á vilja ákæruvaldsins. Áfrýjunardómstóll taldi grun lögreglu ekki nógu vel rökstuddan. Sterkur grunur um hatursglæp Árásarmaðurinn hefur einni sinni breytt um nafn og hefur verið á örorkubótum frá árinu 2013. Lögreglan sagði á fundinum í morgun að ein tilgátan væri að geðrænt ástand hans gæti skýrt árásina. Rannsókn á því væri þó skammt á veg komin. Hins vegar teldi lögreglan nokkuð sterkan grundvöll fyrir þeirri tilgátu að um hatursglæp hafi verið að ræða þar sem árásin var framin við skemmtistað sem er þekktur fyrir að vera vinsæll á meðal samkynhneigðra. „Heildarmat okkar er að það sé ástæða til að telja að hann hafi viljað valda alvarlegum ótta í samfélaginu,“ sagði Hatlo, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Gleðigangan í Osló átti að fara fram í dag en skipuleggjendur hennar aflýstu henni og tengdum viðburðum að ráðleggingum lögreglunnar. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi myndband af óttaslegnu fólki hlaupa um götu miðborgarinnar á meðan skothvellir heyrðust í bakgrunni. Lögreglan lagði hald á tvö skotvopn. Hatlo sagði að skotvopnin væru ekki nútímaleg en fór ekki út í frekari smáatriði um þau.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28