Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 10:16 Blóm og fáni í litum hinsegin fólks á vettvangi skotárasarinnar í Osló í morgun. AP/Mosvold Larsen/NTB Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. Tveir voru skotnir til bana og tíu særðir í skotárásinni sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Norska blaðið VG segir að maðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari sem kom til Noregs sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Á blaðamannafundi um skotárásina í morgun sagði Christian Hatlo frá lögreglunni í Osló, að árásarmaðurinn hafi hlotið sakadóma fyrir tiltölulega minniháttar glæpi, þar á meðal fyrir vörslu fíkniefna árið 2016. Brotið hafi þó verið framið tæpum áratugi fyrr. Hann var fyrst dæmdur fyrir aðild að stunguárás á skólaballi á næturklúbbi í Osló árið 1999. Hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm en hann var þá enn á framhaldsskólalaldri. Áfrýjunardómstóll sýknaði hann ári síðar þar sem ekki var talið sannað að hann hefði haldið á hnífnum sem var notaður. Hann var þó dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Áfrýjunardómstóllinn tók tillit til ungs aldurs hans og „augljósra geðrænna vandamála“. Fyrir þremur árum var maðurinn handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps, ólöglegs skotvopnaburðs og að ganga með hníf á almannafæri. Honum var sleppt eftir aðeins nokkra daga þvert á vilja ákæruvaldsins. Áfrýjunardómstóll taldi grun lögreglu ekki nógu vel rökstuddan. Sterkur grunur um hatursglæp Árásarmaðurinn hefur einni sinni breytt um nafn og hefur verið á örorkubótum frá árinu 2013. Lögreglan sagði á fundinum í morgun að ein tilgátan væri að geðrænt ástand hans gæti skýrt árásina. Rannsókn á því væri þó skammt á veg komin. Hins vegar teldi lögreglan nokkuð sterkan grundvöll fyrir þeirri tilgátu að um hatursglæp hafi verið að ræða þar sem árásin var framin við skemmtistað sem er þekktur fyrir að vera vinsæll á meðal samkynhneigðra. „Heildarmat okkar er að það sé ástæða til að telja að hann hafi viljað valda alvarlegum ótta í samfélaginu,“ sagði Hatlo, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Gleðigangan í Osló átti að fara fram í dag en skipuleggjendur hennar aflýstu henni og tengdum viðburðum að ráðleggingum lögreglunnar. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi myndband af óttaslegnu fólki hlaupa um götu miðborgarinnar á meðan skothvellir heyrðust í bakgrunni. Lögreglan lagði hald á tvö skotvopn. Hatlo sagði að skotvopnin væru ekki nútímaleg en fór ekki út í frekari smáatriði um þau. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Tveir voru skotnir til bana og tíu særðir í skotárásinni sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Norska blaðið VG segir að maðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari sem kom til Noregs sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Á blaðamannafundi um skotárásina í morgun sagði Christian Hatlo frá lögreglunni í Osló, að árásarmaðurinn hafi hlotið sakadóma fyrir tiltölulega minniháttar glæpi, þar á meðal fyrir vörslu fíkniefna árið 2016. Brotið hafi þó verið framið tæpum áratugi fyrr. Hann var fyrst dæmdur fyrir aðild að stunguárás á skólaballi á næturklúbbi í Osló árið 1999. Hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm en hann var þá enn á framhaldsskólalaldri. Áfrýjunardómstóll sýknaði hann ári síðar þar sem ekki var talið sannað að hann hefði haldið á hnífnum sem var notaður. Hann var þó dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Áfrýjunardómstóllinn tók tillit til ungs aldurs hans og „augljósra geðrænna vandamála“. Fyrir þremur árum var maðurinn handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps, ólöglegs skotvopnaburðs og að ganga með hníf á almannafæri. Honum var sleppt eftir aðeins nokkra daga þvert á vilja ákæruvaldsins. Áfrýjunardómstóll taldi grun lögreglu ekki nógu vel rökstuddan. Sterkur grunur um hatursglæp Árásarmaðurinn hefur einni sinni breytt um nafn og hefur verið á örorkubótum frá árinu 2013. Lögreglan sagði á fundinum í morgun að ein tilgátan væri að geðrænt ástand hans gæti skýrt árásina. Rannsókn á því væri þó skammt á veg komin. Hins vegar teldi lögreglan nokkuð sterkan grundvöll fyrir þeirri tilgátu að um hatursglæp hafi verið að ræða þar sem árásin var framin við skemmtistað sem er þekktur fyrir að vera vinsæll á meðal samkynhneigðra. „Heildarmat okkar er að það sé ástæða til að telja að hann hafi viljað valda alvarlegum ótta í samfélaginu,“ sagði Hatlo, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Gleðigangan í Osló átti að fara fram í dag en skipuleggjendur hennar aflýstu henni og tengdum viðburðum að ráðleggingum lögreglunnar. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi myndband af óttaslegnu fólki hlaupa um götu miðborgarinnar á meðan skothvellir heyrðust í bakgrunni. Lögreglan lagði hald á tvö skotvopn. Hatlo sagði að skotvopnin væru ekki nútímaleg en fór ekki út í frekari smáatriði um þau.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28