Eftir smá hikst hefur allt gengið upp síðan Brynjar Björn fór til Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 17:01 Það er gott að búa í Kópavogi. Vísir/Hulda Margrét Það fór um stuðningsfólk HK þegar Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu, hélt til Örgryte í Svíþjóð skömmu eftir að Íslandsmótið var farið af stað. Þær áhyggjur reyndust algjör óþarfi ef marka má síðustu leiki liðsins. Þegar HK féll úr efstu deild karla síðasta haust var talið að mörg Bestu deildarlið myndu kroppa í leikmenn liðsins. Þó það hafi verið reynt og leikmenn á borð við Birni Snæ Ingason, Stefan Alexander Ljubičić, Martin Rauschenberg, Ásgeir Börk Ásgeirsson og Guðmund Þór Júlíusson hafi allir horfið á braut þá er leikmannahópur liðsins samt ógnarsterkur. Arnar Freyr Ólafsson er enn í markinu, bakverðirnir Birkir Valur og Ívar Örn Jónssynir eru á sínum stað, fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er í miðverðinum. Atli Arnarson, Arnþór Ari Atlason, Ásgeir Marteinsson og Örvar Eggertsson voru allir áfram að ógleymdum Valgeiri Valgeirssyni sem var vægast sagt eftirsóttur í vetur. Þá kom Stefán Inga Sigurðarson á láni frá Breiðabliki en sá hefur heldur betur staðið sig í stykkinu. Erlendir leikmenn hafa svo styrkt hópinn enn frekar og var HK með allt til alls til að fara aftur upp í Bestu deildina. Það er þangað til Brynjar Björn fékk tilboð frá Örgryte í Svíþjóð þegar aðeins voru tveir leikir búnir í Lengjudeildinni. Brynjar Björn hafði stýrt liðinu í meira en fjögur ár og var alls óvíst hvað myndi taka við. Ekki fylltist fólk bjartsýni eftir tap HK gegn Gróttu fjórum dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf þjálfarans. Síðan þá hefur hins vegar allt leikið í lyndi. Tapinu gegn Gróttu var svarað með sigri á Gróttu í bikarnum, fjórir sigrar hafa svo unnist í röð í Lengjudeildinni. Er HK komið á topp hennar þrátt fyrir að hafa leikið leik minna en Fylkir sem situr í 2. sætinu. Hinn 35 ára gamli Ómar Ingi Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka félagsins, tók við liðinu eftir að Brynjar Björn fór til Svíþjóðar. Hann ræddi við Fótbolti.net eftir 3-1 sigur á Kórdrengjum á fimmtudag. Ómar Ingi, þjálfari HK.HK „Ég held bara áfram. Það verður bara skoðað ef einhver losnar. Ég er búinn að segja við HK að ég er alveg til í að fá inn annan mann með mér ef það finnst einhver laus. En við erum ekkert að stressa okkur á þessu,“ sagði þjálfarinn ungi eftir leik um sig og þjálfarateymi sitt. Ásamt Ómari Inga voru þeir Sandor Matus, Birkir Örn Arnarsson og Kári Jónasson titlaðir aðstoðarþjálfarar. Hann væri til í að vera áfram aðstoðarþjálfari og safna þannig reynslu áður en hann tekur við starfi til lengri tíma. Ómar Ingi segir þó gríðarlegan heiður vera fólginn í því að stýra uppeldisfélagi sínu. „Ég er bara ótrúlega stoltur og ánægður. Ég ætla bara að halda áfram að leggja mitt að mörkum svo félagið getur farið á þann stað sem það vill vera á.“ Ef marka má gengi HK að undanförnu er sá staður Besta deild karla en liðið er á fleygiferð þessa dagana. Dalvík/Reynir heimsækir Kórinn í Mjólkurbikarnum á sunnudag en svo fer HK í heimsókn til Fjölnis í Grafarvoginn. Með sigri þar nær HK fjögurra stiga forystu á Fylki sem situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn HK Lengjudeild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Þegar HK féll úr efstu deild karla síðasta haust var talið að mörg Bestu deildarlið myndu kroppa í leikmenn liðsins. Þó það hafi verið reynt og leikmenn á borð við Birni Snæ Ingason, Stefan Alexander Ljubičić, Martin Rauschenberg, Ásgeir Börk Ásgeirsson og Guðmund Þór Júlíusson hafi allir horfið á braut þá er leikmannahópur liðsins samt ógnarsterkur. Arnar Freyr Ólafsson er enn í markinu, bakverðirnir Birkir Valur og Ívar Örn Jónssynir eru á sínum stað, fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er í miðverðinum. Atli Arnarson, Arnþór Ari Atlason, Ásgeir Marteinsson og Örvar Eggertsson voru allir áfram að ógleymdum Valgeiri Valgeirssyni sem var vægast sagt eftirsóttur í vetur. Þá kom Stefán Inga Sigurðarson á láni frá Breiðabliki en sá hefur heldur betur staðið sig í stykkinu. Erlendir leikmenn hafa svo styrkt hópinn enn frekar og var HK með allt til alls til að fara aftur upp í Bestu deildina. Það er þangað til Brynjar Björn fékk tilboð frá Örgryte í Svíþjóð þegar aðeins voru tveir leikir búnir í Lengjudeildinni. Brynjar Björn hafði stýrt liðinu í meira en fjögur ár og var alls óvíst hvað myndi taka við. Ekki fylltist fólk bjartsýni eftir tap HK gegn Gróttu fjórum dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf þjálfarans. Síðan þá hefur hins vegar allt leikið í lyndi. Tapinu gegn Gróttu var svarað með sigri á Gróttu í bikarnum, fjórir sigrar hafa svo unnist í röð í Lengjudeildinni. Er HK komið á topp hennar þrátt fyrir að hafa leikið leik minna en Fylkir sem situr í 2. sætinu. Hinn 35 ára gamli Ómar Ingi Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka félagsins, tók við liðinu eftir að Brynjar Björn fór til Svíþjóðar. Hann ræddi við Fótbolti.net eftir 3-1 sigur á Kórdrengjum á fimmtudag. Ómar Ingi, þjálfari HK.HK „Ég held bara áfram. Það verður bara skoðað ef einhver losnar. Ég er búinn að segja við HK að ég er alveg til í að fá inn annan mann með mér ef það finnst einhver laus. En við erum ekkert að stressa okkur á þessu,“ sagði þjálfarinn ungi eftir leik um sig og þjálfarateymi sitt. Ásamt Ómari Inga voru þeir Sandor Matus, Birkir Örn Arnarsson og Kári Jónasson titlaðir aðstoðarþjálfarar. Hann væri til í að vera áfram aðstoðarþjálfari og safna þannig reynslu áður en hann tekur við starfi til lengri tíma. Ómar Ingi segir þó gríðarlegan heiður vera fólginn í því að stýra uppeldisfélagi sínu. „Ég er bara ótrúlega stoltur og ánægður. Ég ætla bara að halda áfram að leggja mitt að mörkum svo félagið getur farið á þann stað sem það vill vera á.“ Ef marka má gengi HK að undanförnu er sá staður Besta deild karla en liðið er á fleygiferð þessa dagana. Dalvík/Reynir heimsækir Kórinn í Mjólkurbikarnum á sunnudag en svo fer HK í heimsókn til Fjölnis í Grafarvoginn. Með sigri þar nær HK fjögurra stiga forystu á Fylki sem situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn HK Lengjudeild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn