Fótbolti

Brynjar Björn að taka við Örgryte

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson er á leiðinni til Svíþjóðar samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Brynjar Björn Gunnarsson er á leiðinni til Svíþjóðar samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Vísir/Hulda Margrét

Brynjar Björn Gunnarsson er sagður vera að hætta sem þjálfari HK til að taka við sænska liðinu Örgryte.

Brynjar Björn skrifaði undir þriggja ára samning við HK í fyrra, en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann nú á leið til Svíþjóðar til að taka við Örgryte.

Þjálfarinn þekkir vel til hjá Örgryte, enda lék hann með félaginu árið 1999 áður en hann gekk í raðir Stoke.

Brynjar hefur verið við stjórnvölin hjá HK í fjögur ár, en tekur nú við erfiðu búi hjá Örgryte. Félagið hefur byrjað illa í sænsku B-deildinni og hefur aðeins fengið tvö stig í fyrstu sjö leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×