Erlent

Tugþúsundir lestarstarfsmanna aftur í verkfall

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Verkfallsaðgerðirnar hafa lamað lestarsamgöngur í landinu.
Verkfallsaðgerðirnar hafa lamað lestarsamgöngur í landinu. epa/Andy Rain

Starfsmenn breska lestarkerfisins eru í verkfalli í dag, í annað sinn í þessari viku. Það þýðir að hálft kerfið er óstarfhæft í Englandi, Wales og í Skotlandi. Landsmönnum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nema það sé bráðnauðsynlegt.

Tugþúsundir starfsmanna taka þátt í aðgerðunum og krefjast hærri launa, atvinnuöryggis og betra vinnuumhverfis. 

Samningafundur deiluaðila í gær skilaði engum árangri og samtök lestarstarfsmanna saka ráðherra í bresku ríkisstjórninni um að skemma fyrir viðræðunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.