Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörk 10. um­ferðar Bestu deildar karla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fram (lesist Guðmundur Magnússon) skoraði þrjú gegn ÍBV en það dugði ekki til sigurs.
Fram (lesist Guðmundur Magnússon) skoraði þrjú gegn ÍBV en það dugði ekki til sigurs. Vísir/Diego

Alls voru 23 mörk skoruð í sex leikjum í 10. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. 

Þó 10. umferð hafi lokið í gær þá hófst hún fyrir þónokkru síðan en Víkingur vann Keflavík 4-1 þann 28. apríl síðastliðinn. Sá leikur var færður vegna Evrópuleikja Víkinga. Hinir fimm leikir umferðarinnar fóru svo fram á mánudag og þriðjudag.

Líkt og í Víkinni í apríl var nóg af mörkum á boðstólnum. Fram og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli á glænýjum velli í Úlfarsárdal. Breiðablik vann frábæran 4-1 sigur á KA. Valsmenn komu til baka og unnu 2-1 sigur á Leikni Reykjavík og þá lauk tveimur leikjum með 1-1 jafntefli.

Atli Sigurjónsson bjargaði stigi fyrir KR gegn Stjörnunni og Matthías Vilhjálmsson gerði slíkt hið sama fyrir FH á Akranesi.  Öll mörk umferðarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Besta deildin: Öll mörk 10. umferðar á einum stað

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.



Tengdar fréttir

Umfjöllun: Breiða­blik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut

Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum.

Umfjöllun: Víkingur - Keflavík 4-1 | Öruggur sigur meistaranna

Víkingar frá Reykjavík unnu góðan 4-1 sigur gegn Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leiknum, sem átti upphaflega að fara fram í 10. umferð, var flýtt vegna leikja Víkings í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×