Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 13:56 Ummerki eftir gróðurelda í Zamora-héraði á norðvestanverðum spáni. Eldarnir eru sagðir þeir umfangsmestu á Spáni í áratugi. Vísir/EPA Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega. Hitinn náði víða nokkuð yfir fjörutíu gráður á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi um helgina. Hann orsakaðist af hitastrók yfir eyðimörkum Norður-Afríku og lágþrýstisvæðis undan vesturströnd Evrópu sem sogaði heitt loft norður yfir meginlandið, að sögn Washington Post. Litla kælingu var að fá úr Miðjarðarhafinu þar sem yfirborðssjór er um fimm gráðum hlýrri en að meðaltali á þessum tíma árs. Bylgjan hófst á Íberíuskaga í síðustu viku en spænskir veðurfræðingar segja að hún sé sú öflugasta svo snemma sumars sem sögur fara af. Þrúgandi hitabylgja hafði þegar leikið Spánverja grátt í maí. Þar hafa geisað skæðir skógareldar, sérstaklega á norðanverðum Spáni. Hámarki var náð um helgina en þá sátu veðurfræðingar sveittir við hitamæla að skrásetja ný met, jafnt mánaðarleg og allsherjarmet. Another historic day of heat in Europe. I can't believe it is only the 19th of June. Unprecedented to witness this level of heat so early in the year.Many June records broken by large margins. Some June national records equaled or broken. pic.twitter.com/cpDySkCxhV— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) June 19, 2022 Í Frakklandi voru á annan tuga meta yfir hæsta hita sem nokkur sinni hefur mælst slegin, þar á meðal í Biarritz á suðvesturströndinni þar sem hitinn mældist 42,9°C. Í Pissos fór hitinn í 43,4°C, aðeins 0,1 gráðu frá hæsta hita sem þar hefur mælst. Til viðbótar voru að minnsta kosti tvö hundruð mánaðarmet slegin í Frakklandi um helgina. Í borginni San Sebastián (Donostia) Spánarmegin í Baskalandi fór hitinn í 43,9°C á laugardag, mun heitara en fyrra met. Sunnudagurinn var heitasti dagurinn í Þýskalandi og nágrannaríkjunum. Í Cottbus, suðaustur af Berlín, sýndi hitamælirinn 39,2°C. Hann hafði aldrei farið svo hátt þar frá því að mælingar hófust. Í Póllandi var nýtt hitamet fyrir júní slegið þegar hitinn náði 38,3°C í Slubice. Mánaðarmet var einnig set í Tékklandi, 39 gráður í Husinec. An intense, early heatwave is baking western Europe, with temperatures in many places topping 40°C on Saturday 18 June. This maps shows the land surface temperature of countries in Western Europe and Algeria https://t.co/BAAvQ2kP9B pic.twitter.com/bpaWDSfZjn— ESA EarthObservation (@ESA_EO) June 21, 2022 Greining á hitabylgjunni nú liggja enn ekki fyrir en í fyrri bylgjum hafa vísindamenn séð skýr merki þess að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi gert þær margfalt líklegri en ella. Nú þegar hefur hlýnað um 1,1 gráður á jörðinni borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa sem rekja má til stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Spánn Frakkland Veður Tengdar fréttir Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. 18. júní 2022 14:31 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hitinn náði víða nokkuð yfir fjörutíu gráður á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi um helgina. Hann orsakaðist af hitastrók yfir eyðimörkum Norður-Afríku og lágþrýstisvæðis undan vesturströnd Evrópu sem sogaði heitt loft norður yfir meginlandið, að sögn Washington Post. Litla kælingu var að fá úr Miðjarðarhafinu þar sem yfirborðssjór er um fimm gráðum hlýrri en að meðaltali á þessum tíma árs. Bylgjan hófst á Íberíuskaga í síðustu viku en spænskir veðurfræðingar segja að hún sé sú öflugasta svo snemma sumars sem sögur fara af. Þrúgandi hitabylgja hafði þegar leikið Spánverja grátt í maí. Þar hafa geisað skæðir skógareldar, sérstaklega á norðanverðum Spáni. Hámarki var náð um helgina en þá sátu veðurfræðingar sveittir við hitamæla að skrásetja ný met, jafnt mánaðarleg og allsherjarmet. Another historic day of heat in Europe. I can't believe it is only the 19th of June. Unprecedented to witness this level of heat so early in the year.Many June records broken by large margins. Some June national records equaled or broken. pic.twitter.com/cpDySkCxhV— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) June 19, 2022 Í Frakklandi voru á annan tuga meta yfir hæsta hita sem nokkur sinni hefur mælst slegin, þar á meðal í Biarritz á suðvesturströndinni þar sem hitinn mældist 42,9°C. Í Pissos fór hitinn í 43,4°C, aðeins 0,1 gráðu frá hæsta hita sem þar hefur mælst. Til viðbótar voru að minnsta kosti tvö hundruð mánaðarmet slegin í Frakklandi um helgina. Í borginni San Sebastián (Donostia) Spánarmegin í Baskalandi fór hitinn í 43,9°C á laugardag, mun heitara en fyrra met. Sunnudagurinn var heitasti dagurinn í Þýskalandi og nágrannaríkjunum. Í Cottbus, suðaustur af Berlín, sýndi hitamælirinn 39,2°C. Hann hafði aldrei farið svo hátt þar frá því að mælingar hófust. Í Póllandi var nýtt hitamet fyrir júní slegið þegar hitinn náði 38,3°C í Slubice. Mánaðarmet var einnig set í Tékklandi, 39 gráður í Husinec. An intense, early heatwave is baking western Europe, with temperatures in many places topping 40°C on Saturday 18 June. This maps shows the land surface temperature of countries in Western Europe and Algeria https://t.co/BAAvQ2kP9B pic.twitter.com/bpaWDSfZjn— ESA EarthObservation (@ESA_EO) June 21, 2022 Greining á hitabylgjunni nú liggja enn ekki fyrir en í fyrri bylgjum hafa vísindamenn séð skýr merki þess að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi gert þær margfalt líklegri en ella. Nú þegar hefur hlýnað um 1,1 gráður á jörðinni borið saman við tímabilið fyrir iðnbyltingu vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa sem rekja má til stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Spánn Frakkland Veður Tengdar fréttir Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. 18. júní 2022 14:31 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Skógareldar loga um allan Spán Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. 18. júní 2022 14:31