Skógareldar loga um allan Spán Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. júní 2022 14:31 Höfuðborgarbúar kæla sig í einum af mörgum gosbrunnum Madrid, en þar hefur hitinn farið í um og yfir 40 gráður síðustu daga. Fernando Sanchez/GettyImages Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. Hitinn hefur mjög víða farið yfir 40 gráður dag eftir dag og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víðast hvar í landinu. Hitamælar um allt land sýna 10 til 15 gráðum hærri hita en eðlilegt hefur talist hingað til á þessum árstíma og því ekki að undra að margir kvíði því sem eftir lifir sumars, því venjan er sú að júlí og ágúst séu heitustu mánuðir ársins. Og þegar hitamælar eru farnir að sýna meira en 40 gráðu hita í nyrstu héruðum Spánar, þá er staðan ekki eðlileg. Hitinn er hættulegur Svona hár hiti gagnast fáum og er í raun frekar hættulegur en hitt. Sérstaklega börnum og eldra fólki, enda sýna opinberar tölur að um 1.300 manns látist ár hvert að meðaltali vegna mikils hita. Húsráðin til að verjast hitanum eru fá og einföld, drekka vatn, halda sig í skugganum og láta það eiga sig að sprikla mikið í mesta hitanum. Þá má nefna að vinnuslysum fjölgar mikið í hitabylgjum og í erfiðisstörfum eins og vegavinnu og byggingarvinnu mæta starfsmenn þessa dagana oft í vinnu um klukkan 6 að morgni og vinna til klukkan 1, og losna þá við að vinna úti þegar hitinn er mestur um miðjan dag. Skógareldar í Pujerra-skógi í Andalúsíu á Suður-Spáni.Alex Zea/GettyImages Skógareldar brenna um alla Evrópu Annar fylgifiskur hitabylgjunnar eru skógareldar. Síðast þegar ég gáði á kort sem spænska ríkisútvarpið uppfærir daglega, hafa um 40 skógareldar kveiknað víðsvegar á Spáni, flestir á Norður-Spáni. Þar hefur þurft að rýma á annan tug þorpa. Skógareldarnir hafa nú sviðið 19.000 hektara lands, sem er helmingi meira en meðaltal síðustu ára. Þetta er talsvert stærra svæði en allt landflæmi Reykjavíkurborgar. Þessir auknu skógareldar eru reyndar vaxandi vandamál á öllu meginlandi Evrópu, en í löndum Evrópusambandsins er nú sviðin jörð eftir skógarelda á fjórum sinnum stærra svæði en brunnið hafa að meðaltali á síðustu 15 árum. Það sem er grátlegast við þessa skógarelda er að 95% þeirra eru af mannavöldum, flestir þó óviljandi eða af hreinu gáleysi. Maður þarf til dæmis ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að maður á ekki að tendra upp í grilli í skóglendi í 40 stiga hita, eins og mannvitsbrekkurnar tvær sem voru handteknar fyrir stuttu við þá iðju í Granada á Suður-Spáni, einum heitasta suðupotti Spánar. Spænska veðurstofan telur að frá og með morgundeginum fari hitinn að lækka aðeins og að þar með ljúki þessari hitabylgju sem verður fráleitt sú síðasta á Spáni þetta sumarið. Spánn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Hitinn hefur mjög víða farið yfir 40 gráður dag eftir dag og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víðast hvar í landinu. Hitamælar um allt land sýna 10 til 15 gráðum hærri hita en eðlilegt hefur talist hingað til á þessum árstíma og því ekki að undra að margir kvíði því sem eftir lifir sumars, því venjan er sú að júlí og ágúst séu heitustu mánuðir ársins. Og þegar hitamælar eru farnir að sýna meira en 40 gráðu hita í nyrstu héruðum Spánar, þá er staðan ekki eðlileg. Hitinn er hættulegur Svona hár hiti gagnast fáum og er í raun frekar hættulegur en hitt. Sérstaklega börnum og eldra fólki, enda sýna opinberar tölur að um 1.300 manns látist ár hvert að meðaltali vegna mikils hita. Húsráðin til að verjast hitanum eru fá og einföld, drekka vatn, halda sig í skugganum og láta það eiga sig að sprikla mikið í mesta hitanum. Þá má nefna að vinnuslysum fjölgar mikið í hitabylgjum og í erfiðisstörfum eins og vegavinnu og byggingarvinnu mæta starfsmenn þessa dagana oft í vinnu um klukkan 6 að morgni og vinna til klukkan 1, og losna þá við að vinna úti þegar hitinn er mestur um miðjan dag. Skógareldar í Pujerra-skógi í Andalúsíu á Suður-Spáni.Alex Zea/GettyImages Skógareldar brenna um alla Evrópu Annar fylgifiskur hitabylgjunnar eru skógareldar. Síðast þegar ég gáði á kort sem spænska ríkisútvarpið uppfærir daglega, hafa um 40 skógareldar kveiknað víðsvegar á Spáni, flestir á Norður-Spáni. Þar hefur þurft að rýma á annan tug þorpa. Skógareldarnir hafa nú sviðið 19.000 hektara lands, sem er helmingi meira en meðaltal síðustu ára. Þetta er talsvert stærra svæði en allt landflæmi Reykjavíkurborgar. Þessir auknu skógareldar eru reyndar vaxandi vandamál á öllu meginlandi Evrópu, en í löndum Evrópusambandsins er nú sviðin jörð eftir skógarelda á fjórum sinnum stærra svæði en brunnið hafa að meðaltali á síðustu 15 árum. Það sem er grátlegast við þessa skógarelda er að 95% þeirra eru af mannavöldum, flestir þó óviljandi eða af hreinu gáleysi. Maður þarf til dæmis ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að maður á ekki að tendra upp í grilli í skóglendi í 40 stiga hita, eins og mannvitsbrekkurnar tvær sem voru handteknar fyrir stuttu við þá iðju í Granada á Suður-Spáni, einum heitasta suðupotti Spánar. Spænska veðurstofan telur að frá og með morgundeginum fari hitinn að lækka aðeins og að þar með ljúki þessari hitabylgju sem verður fráleitt sú síðasta á Spáni þetta sumarið.
Spánn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira