Erlent

Hans Enok­sen lætur af for­mennsku

Atli Ísleifsson skrifar
Hans Enoksen var formaður landsstjórnar Grænlands á árunum 2002 til 2009.
Hans Enoksen var formaður landsstjórnar Grænlands á árunum 2002 til 2009. EPA

Grænlenski stjórnmálamaðurinn Hans Enoksen hefur ákveðið að láta af formennsku í flokknum Naleraq.

Sagt var frá afsögninni í grænlenskum fjölmiðlum í gær, en Enoksen segir ástæðurnar vera persónulegar.

Enoksen, sem var formaður grænlensku landsstjórnar á árunum 2002 til 2009, var í hópi stofnmeðlima Naleraq árið 2014 eftir að hann sagði sig úr Siumut-flokknum. Flokkurinn hefur fengið um 11 til 14 prósent atkvæða í síðustu kosningum til grænlenska þingsins.

Í tilkynningu frá flokknum segir að Ruttsi Lynge Lennert muni vera starfandi formaður þar til að nýr formaður hafi verið valinn.

Enoksen hefur á síðustu árum meðal annars gegnt embætti forseta grænlenska þingsins og ráðherra sjávarútvegs- og vinnumarkaðsmála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×