Íslenski boltinn

Marka­súpa á nýjum heima­velli Fram, Ísak Snær sneri aftur og Atli bjargaði KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Magnússon bauð gesti og gangandi velkomna í Úlfarsárdal.
Guðmundur Magnússon bauð gesti og gangandi velkomna í Úlfarsárdal. Vísir/Diego

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Fram vígði nýjan heimavöll og bauð til veislu er ÍBV kom í heimsókn. Stjarnan tók á móti KR og Breiðablik skoraði fjögur gegn KA.

Fram spilaði sinn fyrsta leik í Úlfarsárdal og fengu Eyjamenn í heimsókn. Guðmundur Magnússon virðist kunna vel við sig í dalnum þrátt fyrir að vera alinn upp í mýrinni en framherjinn skoraði öll þrjú mörk Fram í stórskemmtilegu 3-3 jafntefli.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö fyrir ÍBV og Alex Freyr Hilmarsson eitt.

Klippa: Besta deild karla: Fram 3-3 Stjarnan

Á Kópavogsvelli var KA í heimsókn en topplið Breiðabliks tapaði gegn Val í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Ísak Snær Þorvaldsson sneri aftur úr leikbanni og öllum að óvörum skoraði hann fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik.

Eftir mikla pressu gestanna skoraði Jason Daði Svanþórsson annað mark Blika á 65. mínútu og Viktor Karl Einarsson það þriðja skömmu síðar. Ísak Snær lagði upp bæði mörkin. Jason Daði bætti svo við fjórða markinu áður en Elfar Árni Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir gestina, lokatölur 4-1 og Breiðablik komið aftur á beinu brautina.

Klippa: Breiðablik 4-1 KA

Í Garðabænum var KR í heimsókn. Daníel Finns Matthíasson kom Stjörnunni yfir snemma leiks. Stefndi í að það yrði eina mark leiksins en undir lok leiks skóflaði Theódór Elmar Bjarnason – sem brenndi af víti fyrr í leiknum - boltanum inn í og Atli Sigurjónsson jafnaði með frábærum skalla. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli.

Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 1-1 KR

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Breiða­blik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut

Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.