Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. júní 2022 14:31 James Devaney/Getty Images) Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Hún er gjarnan kölluð „drottning latnesku tónlistarinnar", og ekki að ófyrirsynju, hún er söluhæsta söngkona Suður-Ameríku, einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Shakira hefur síðustu ár búið á Spáni, eða allt frá því að ástir tókust með henni og spænska fótboltamanninum Gerard Piqué á Heimsmeistaramótinu 2010. Þeim hefur orðið 2ja barna auðið. Svikin talin hlaupa á milljörðum Þrátt fyrir að vera ein tekjuhæsta tónlistarkona heims, þá lítur út fyrir að nóg sé aldrei nóg. Spænsk skattayfirvöld telja að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði rétt liðlega 2ja milljarða íslenskra króna. Shakira heldur því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum tíma, en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Shakira hefur varið sig með kjafti og klóm en nú er síðasta vígið fallið, dómstólar hafa vísað öllum hennar skýringum á bug og nú er aðeins tímaspursmál hvenær gefin verður út ákæra á hendur Shakiru, í þremur liðum. Við þessum brotum liggur fangelsisvist, en enn getur söngkonan náð sáttum og greitt himinháar sektir, fallist skattayfirvöld á slíkt. Verjendur hennar hafa þó vísað samkomulagi á bug og segja hana munu berjast fyrir sakleysi sínu fyrir dómstólum. Sjaldan er ein báran stök Og eins og þetta sé nú ekki yfirdrifin handfylli að eiga við, þá tilkynntu þau skötuhjú Shakira og Piqué á dögunum að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir eftir 12 ára sambúð. Og svo rétt til að bæta gráu ofan á kolsvart þá hefur Piqué nýlega orðið uppvís að því að þiggja 4 milljónir evra í greiðslu fyrir að hafa haft milligöngu um að hinn árvissi úrslitaleikur deildarmeistara og bikarmeistara Spánar um spænska ofurbikarinn fari fram í Sádí-Arabíu. Er því nema von að venjulegur daglaunamaður á Spáni spyrji sig þreytulega: Hvenær er nóg nóg? Spánn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Hún er gjarnan kölluð „drottning latnesku tónlistarinnar", og ekki að ófyrirsynju, hún er söluhæsta söngkona Suður-Ameríku, einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Shakira hefur síðustu ár búið á Spáni, eða allt frá því að ástir tókust með henni og spænska fótboltamanninum Gerard Piqué á Heimsmeistaramótinu 2010. Þeim hefur orðið 2ja barna auðið. Svikin talin hlaupa á milljörðum Þrátt fyrir að vera ein tekjuhæsta tónlistarkona heims, þá lítur út fyrir að nóg sé aldrei nóg. Spænsk skattayfirvöld telja að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði rétt liðlega 2ja milljarða íslenskra króna. Shakira heldur því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum tíma, en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Shakira hefur varið sig með kjafti og klóm en nú er síðasta vígið fallið, dómstólar hafa vísað öllum hennar skýringum á bug og nú er aðeins tímaspursmál hvenær gefin verður út ákæra á hendur Shakiru, í þremur liðum. Við þessum brotum liggur fangelsisvist, en enn getur söngkonan náð sáttum og greitt himinháar sektir, fallist skattayfirvöld á slíkt. Verjendur hennar hafa þó vísað samkomulagi á bug og segja hana munu berjast fyrir sakleysi sínu fyrir dómstólum. Sjaldan er ein báran stök Og eins og þetta sé nú ekki yfirdrifin handfylli að eiga við, þá tilkynntu þau skötuhjú Shakira og Piqué á dögunum að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir eftir 12 ára sambúð. Og svo rétt til að bæta gráu ofan á kolsvart þá hefur Piqué nýlega orðið uppvís að því að þiggja 4 milljónir evra í greiðslu fyrir að hafa haft milligöngu um að hinn árvissi úrslitaleikur deildarmeistara og bikarmeistara Spánar um spænska ofurbikarinn fari fram í Sádí-Arabíu. Er því nema von að venjulegur daglaunamaður á Spáni spyrji sig þreytulega: Hvenær er nóg nóg?
Spánn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira