Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. júní 2022 14:31 James Devaney/Getty Images) Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Hún er gjarnan kölluð „drottning latnesku tónlistarinnar", og ekki að ófyrirsynju, hún er söluhæsta söngkona Suður-Ameríku, einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Shakira hefur síðustu ár búið á Spáni, eða allt frá því að ástir tókust með henni og spænska fótboltamanninum Gerard Piqué á Heimsmeistaramótinu 2010. Þeim hefur orðið 2ja barna auðið. Svikin talin hlaupa á milljörðum Þrátt fyrir að vera ein tekjuhæsta tónlistarkona heims, þá lítur út fyrir að nóg sé aldrei nóg. Spænsk skattayfirvöld telja að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði rétt liðlega 2ja milljarða íslenskra króna. Shakira heldur því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum tíma, en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Shakira hefur varið sig með kjafti og klóm en nú er síðasta vígið fallið, dómstólar hafa vísað öllum hennar skýringum á bug og nú er aðeins tímaspursmál hvenær gefin verður út ákæra á hendur Shakiru, í þremur liðum. Við þessum brotum liggur fangelsisvist, en enn getur söngkonan náð sáttum og greitt himinháar sektir, fallist skattayfirvöld á slíkt. Verjendur hennar hafa þó vísað samkomulagi á bug og segja hana munu berjast fyrir sakleysi sínu fyrir dómstólum. Sjaldan er ein báran stök Og eins og þetta sé nú ekki yfirdrifin handfylli að eiga við, þá tilkynntu þau skötuhjú Shakira og Piqué á dögunum að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir eftir 12 ára sambúð. Og svo rétt til að bæta gráu ofan á kolsvart þá hefur Piqué nýlega orðið uppvís að því að þiggja 4 milljónir evra í greiðslu fyrir að hafa haft milligöngu um að hinn árvissi úrslitaleikur deildarmeistara og bikarmeistara Spánar um spænska ofurbikarinn fari fram í Sádí-Arabíu. Er því nema von að venjulegur daglaunamaður á Spáni spyrji sig þreytulega: Hvenær er nóg nóg? Spánn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Hún er gjarnan kölluð „drottning latnesku tónlistarinnar", og ekki að ófyrirsynju, hún er söluhæsta söngkona Suður-Ameríku, einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Shakira hefur síðustu ár búið á Spáni, eða allt frá því að ástir tókust með henni og spænska fótboltamanninum Gerard Piqué á Heimsmeistaramótinu 2010. Þeim hefur orðið 2ja barna auðið. Svikin talin hlaupa á milljörðum Þrátt fyrir að vera ein tekjuhæsta tónlistarkona heims, þá lítur út fyrir að nóg sé aldrei nóg. Spænsk skattayfirvöld telja að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði rétt liðlega 2ja milljarða íslenskra króna. Shakira heldur því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum tíma, en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Shakira hefur varið sig með kjafti og klóm en nú er síðasta vígið fallið, dómstólar hafa vísað öllum hennar skýringum á bug og nú er aðeins tímaspursmál hvenær gefin verður út ákæra á hendur Shakiru, í þremur liðum. Við þessum brotum liggur fangelsisvist, en enn getur söngkonan náð sáttum og greitt himinháar sektir, fallist skattayfirvöld á slíkt. Verjendur hennar hafa þó vísað samkomulagi á bug og segja hana munu berjast fyrir sakleysi sínu fyrir dómstólum. Sjaldan er ein báran stök Og eins og þetta sé nú ekki yfirdrifin handfylli að eiga við, þá tilkynntu þau skötuhjú Shakira og Piqué á dögunum að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir eftir 12 ára sambúð. Og svo rétt til að bæta gráu ofan á kolsvart þá hefur Piqué nýlega orðið uppvís að því að þiggja 4 milljónir evra í greiðslu fyrir að hafa haft milligöngu um að hinn árvissi úrslitaleikur deildarmeistara og bikarmeistara Spánar um spænska ofurbikarinn fari fram í Sádí-Arabíu. Er því nema von að venjulegur daglaunamaður á Spáni spyrji sig þreytulega: Hvenær er nóg nóg?
Spánn Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira