Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. júní 2022 14:31 James Devaney/Getty Images) Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Hún er gjarnan kölluð „drottning latnesku tónlistarinnar", og ekki að ófyrirsynju, hún er söluhæsta söngkona Suður-Ameríku, einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Shakira hefur síðustu ár búið á Spáni, eða allt frá því að ástir tókust með henni og spænska fótboltamanninum Gerard Piqué á Heimsmeistaramótinu 2010. Þeim hefur orðið 2ja barna auðið. Svikin talin hlaupa á milljörðum Þrátt fyrir að vera ein tekjuhæsta tónlistarkona heims, þá lítur út fyrir að nóg sé aldrei nóg. Spænsk skattayfirvöld telja að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði rétt liðlega 2ja milljarða íslenskra króna. Shakira heldur því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum tíma, en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Shakira hefur varið sig með kjafti og klóm en nú er síðasta vígið fallið, dómstólar hafa vísað öllum hennar skýringum á bug og nú er aðeins tímaspursmál hvenær gefin verður út ákæra á hendur Shakiru, í þremur liðum. Við þessum brotum liggur fangelsisvist, en enn getur söngkonan náð sáttum og greitt himinháar sektir, fallist skattayfirvöld á slíkt. Verjendur hennar hafa þó vísað samkomulagi á bug og segja hana munu berjast fyrir sakleysi sínu fyrir dómstólum. Sjaldan er ein báran stök Og eins og þetta sé nú ekki yfirdrifin handfylli að eiga við, þá tilkynntu þau skötuhjú Shakira og Piqué á dögunum að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir eftir 12 ára sambúð. Og svo rétt til að bæta gráu ofan á kolsvart þá hefur Piqué nýlega orðið uppvís að því að þiggja 4 milljónir evra í greiðslu fyrir að hafa haft milligöngu um að hinn árvissi úrslitaleikur deildarmeistara og bikarmeistara Spánar um spænska ofurbikarinn fari fram í Sádí-Arabíu. Er því nema von að venjulegur daglaunamaður á Spáni spyrji sig þreytulega: Hvenær er nóg nóg? Spánn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hún er gjarnan kölluð „drottning latnesku tónlistarinnar", og ekki að ófyrirsynju, hún er söluhæsta söngkona Suður-Ameríku, einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Shakira hefur síðustu ár búið á Spáni, eða allt frá því að ástir tókust með henni og spænska fótboltamanninum Gerard Piqué á Heimsmeistaramótinu 2010. Þeim hefur orðið 2ja barna auðið. Svikin talin hlaupa á milljörðum Þrátt fyrir að vera ein tekjuhæsta tónlistarkona heims, þá lítur út fyrir að nóg sé aldrei nóg. Spænsk skattayfirvöld telja að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði rétt liðlega 2ja milljarða íslenskra króna. Shakira heldur því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum tíma, en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Shakira hefur varið sig með kjafti og klóm en nú er síðasta vígið fallið, dómstólar hafa vísað öllum hennar skýringum á bug og nú er aðeins tímaspursmál hvenær gefin verður út ákæra á hendur Shakiru, í þremur liðum. Við þessum brotum liggur fangelsisvist, en enn getur söngkonan náð sáttum og greitt himinháar sektir, fallist skattayfirvöld á slíkt. Verjendur hennar hafa þó vísað samkomulagi á bug og segja hana munu berjast fyrir sakleysi sínu fyrir dómstólum. Sjaldan er ein báran stök Og eins og þetta sé nú ekki yfirdrifin handfylli að eiga við, þá tilkynntu þau skötuhjú Shakira og Piqué á dögunum að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir eftir 12 ára sambúð. Og svo rétt til að bæta gráu ofan á kolsvart þá hefur Piqué nýlega orðið uppvís að því að þiggja 4 milljónir evra í greiðslu fyrir að hafa haft milligöngu um að hinn árvissi úrslitaleikur deildarmeistara og bikarmeistara Spánar um spænska ofurbikarinn fari fram í Sádí-Arabíu. Er því nema von að venjulegur daglaunamaður á Spáni spyrji sig þreytulega: Hvenær er nóg nóg?
Spánn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira