Enski boltinn

Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Mynd­bandi lekið

Atli Arason skrifar
Frenkie De Jong, leikmaður Barcelona.
Frenkie De Jong, leikmaður Barcelona. Getty Images

„Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld.

Richard Arnold, framkvæmdastjóri Man Utd, spjallaði við stuðningsmenn á bar í Norðvestur-Englandi.Twitter

Arnold sagði að félagið myndi gera allt til þess að tryggja sér þjónustu Frenkie de Jong fyrir næsta tímabil og staðfestir Arnold áhuga knattspyrnustjórans Erik ten Hag á leikmanninum.

Arnold hitti mótmælendur sem eru andsnúnir eignarhaldi Glazer fjölskyldunnar á bar í Cheshire þar sem hann útskýrði stöðuna fyrir þeim. Einn stuðningsmannanna virðist hafa tekið upp myndband af framkvæmdastjóranum án þess að hann hafi verið meðvitaður um það. Þetta myndband hefur nú farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn.

The Sun greinir einnig frá því að Arnold hafi sagt stuðningsmönnunum frá því hve illa klúbburinn var rekinn á síðasta ári undir stjórn Ed Woodward, að Manchester United hafi brennt sig í gegnum einn milljarð punda og vantar fjárfesta til að fjármagna enduruppbyggingu á æfingasvæðinu sínu og leikvelli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.