Enski boltinn

Liverpool samþykkir tilboð Bayern í Mané

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sadio Mané er á leið til Bayern München.
Sadio Mané er á leið til Bayern München. Etsuo Hara/Getty Images

Liverpool hefur samþykkt 35 milljón punda tilboð Bayern München í senegalska framherjann Sadio Mané.

Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en fyrr í dag sögðum við frá því hér á Vísi að þýsku meistararnir væru tilbúnir að verða við kröfum Liverpool um kaupverð á leikmanninum.

Liverpool fær strax 27,4 milljónir punda fyrir leikmanninn, en restin er í formi aukagreiðslna. Rúmar 5 miljónir punda fást ef Mané leikur ákveðið marga leiki fyrir Bayern og um það bil 2,5 milljónir punda fást í árangurstengdar greiðslur.

Mané gekk í raðir Liverpool frá Southampton árið 2016 fyrir 34 milljónir punda. Hann hefur leikið 196 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 90 mörk. Með Liverpool hefur Mané unnið allt sem hægt er að vinna; ensku úrvalsdeildina, Meistaradeild Evrópu, FA-bikarinn, enska deildarbikarinn, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistaramót félagsliða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.