Enski boltinn

Porto samþykkir tilboð Arsenal í Vieira

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fabio Vieira er að ganga til liðs við Arsenal.
Fabio Vieira er að ganga til liðs við Arsenal. Diogo Cardoso/vi/DeFodi Images via Getty Images

Porto hefur samþykkt 34 milljón punda tilboð Arsenal í Fabio Vieira, 22 ára miðjumann félagsins.

Portúgalska félagið sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem kom fram að Arsenal greiðir 30 milljónir punda fyrir leikmanninn og mögulegar auka fjórar milljónir punda í bónusgreiðslur.

Vieira lék 27 deildarleiki fyrir Porto á seinasta tímabili. Hann skoraði sex mörk og gaf 14 stoðsengingar er liðið vann portúgölsku deildina í þrítugasta sinn.

Hann á enn eftir að spila fyrir portúgalska A-landsliðið, en var valinn leikmaður mótsins á Evrópumóti U-21 árs í fyrra.

Vieria verður þriðji leikmaðurinn sem Arsenal fær í sínar raðir í sumar, en áður höfðu bandaríski markvörðurinn Matt Turner og brasilíski framherjinn Marquinhos gengið til liðs við Skytturnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.