Enski boltinn

Mál Greenwood enn til rann­sóknar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mason Greenwood er hann lék með Manchester United.
Mason Greenwood er hann lék með Manchester United. Michael Regan/Getty Images

Fyrir skemmstu fór á flug sá orðrómur á samfélagsmiðlinum Twitter að Mason Greenwood væri laus allra mála og gæti mögulega snúið aftur í leikmannahóp Manchester United á næstu leiktíð. Sá orðrómar reyndust ekki á rökum reistur.

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, var í janúar handtekinn eftir að þáverandi kærasta hans ásakaði hann um heimilisofbeldi, nauðgun og líflátshótanir. Hann hefur ekki sést síðan þá og hefur Man Utd gefið út að leikmaðurinn muni ekki snúa aftur til æfinga né leikja „þar til annað kemur í ljós.“

Það kom því á óvart þegar orðrómur þess efnis að hinn tvítugi Greenwood gæti snúið aftur fór á flug á Twitter. Sá orðrómur virðist ekki byggður á neinu haldbæru og kom frá aðila sem er ekki tengdur Manchester United eða lögreglunni í Manchester á neinn hátt.

Enski miðillinn The Mirror fjallaði um málið og segir heimildir innan Man Utd hafa staðfest að rannsókn væri enn yfirstandandi. Ekki er komin niðurstaða í málið og Greenwood er ekki hluti af leikmannahóp liðsins að svo stöddu.

Greenwood er sem stendur laus gegn tryggingu en lögreglan hefur gefið út að frétta sé að vænta í málinu um miðjan júní.


Tengdar fréttir

Greenwood væntanlega yfirheyrður í júní

Mason Greenwood, framherji Manchester United, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðjan júní. Búist er við að yfirheyrslur yfir honum hefjist þá.

Greenwood laus gegn tryggingu

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingu.

Greenwood hefur verið handtekinn

Mason Greenwood, fótboltamaður Manchester United, hefur verið handtekinn grunaður um nauðgun og líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×