Enski boltinn

Greenwood væntanlega yfirheyrður í júní

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mason Greenwood var settur til hliðar hjá Manchester United eftir að hann var handtekinn í lok janúar.
Mason Greenwood var settur til hliðar hjá Manchester United eftir að hann var handtekinn í lok janúar. getty/Laurence Griffiths

Mason Greenwood, framherji Manchester United, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðjan júní. Búist er við að yfirheyrslur yfir honum hefjist þá.

Greenwood var handtekinn í lok janúar eftir að fyrrverandi kærasta hans birti myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum af áverkum sem hann veitti henni. Hann var sakaður um líkamsáras, nauðgun og morðhótanir.

Hinn tvítugi Greenwood var látinn laus gegn tryggingu sem átti að renna út á morgun. Það hefur nú verið framlengt fram í miðjan júní. Málið er enn í rannsókn.

Greenwood hefur hvorki æft né spilað með United síðan hann var handtekinn. Þá rifti Nike styrktarsamningi sínum við hann og hann var fjarlægður úr FIFA 22 tölvuleiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.