Bolsonaro fetar slóðir Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2022 13:58 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AP/Marcio Jose Sanchez Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað mælst með minna fylgi en mótframbjóðandi sinn í komandi kosningum. Þrátt fyrir það hefur hann ítrekað haldið því fram að muni hann tapa kosningunum í október, verði það vegna umfangsmikils kosningasvindls. Nú virðist forsetinn hafa fengið herinn með sér í lið. Brasilískir herforingjar hafa að undanförnu sjálfir lýst yfir áhyggjum varðandi heilindi kosninga þar, þrátt fyrir litlar vísbendingar um kosningasvindl eða svik í Brasilíu, samkvæmt frétt New York Times. NYT segir að leiðtogar hersins hafi bent kjörstjórnum á galla sem þeir sjái á kosningakerfi Brasilíu og að þeir hafi fengið sæti í gagnsæisnefnd sem stofnuð hafi verið vegna þeirra áhyggja sem Bolsonaro hafi vakið. Forsetinn þykir vera að feta slóðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur ítrkað logið því að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Bolsonaro hefur reyndar lengi verið kallaður hinn brasilíski Trump. Vill að herinn telji líka atkvæði Bolsonaro sjálfur, sem er fyrrverandi yfirmaður í hernum og hefur skipað fjölmarga herforingja í ríkisstjórn sína, hefur jafnvel stungið upp á því að herinn eigi að framkvæma eigin atkvæðatalningu. Hann hefur einnig sagt að hann muni mögulega ekki viðurkenna tap í kosningunum. „Ný tegund þjófa hefur litið dagsins ljós sem vilja stela frelsi okkar,“ sagði hann fyrr í mánuðinum. „Ef það verður nauðsynlegt munum við fara í stríð.“ NYT segir tvo herforingja í ríkisstjórn Bolsonaros hafa um árabil reynt að hjálpa honum við að finna vísbendingar um kosningasvik en án árangurs. Lula leiðir í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, hefur að undanförnu leitt í könnunum í Brasilíu. Könnun sem opinberuð var í síðustu viku sýndi fram á meira fylgi Lula. Lula mælist með 46 prósent fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54 prósent gegn 32 prósent Bolsonaro. Biden varaði Bolsonaro við Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Bolsonaro á fundi ráðamanna Ameríkuríkja í Los Angeles í síðustu viku. Þar mun Biden hafa varað Bolsonaro við og sagt honum að virða hið lýðræðislega ferli. Bolsonar mun hafa svarað á þá leið að hann myndi að endingu láta af völdum á lýðræðislegan máta, hann vildi þó tryggja heilindi kosninganna í október. Brasilía Tengdar fréttir Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið. 6. maí 2022 14:58 Bolsonaro skráir sig í stjórnmálaflokk Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur skráð sig í og gengið til liðs við hinn hægrisinnaða Frjálslynda flokk (PL) í landinu. Hann hefur staðið utan flokka frá árinu 2019. 11. nóvember 2021 07:56 Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. 1. nóvember 2021 06:51 Öldungadeildin samþykkir ákærur á hendur Bolsonaro Öldungadeildarþingmenn í Brasilíu hafa samþykkt að ákæra forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir framgöngu hans í kórónuveirufaraldrinum. Forsetinn verður meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni en 600 þúsund hafa látist vegna Covid-19 í landinu. 27. október 2021 07:38 Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30 Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Brasilískir herforingjar hafa að undanförnu sjálfir lýst yfir áhyggjum varðandi heilindi kosninga þar, þrátt fyrir litlar vísbendingar um kosningasvindl eða svik í Brasilíu, samkvæmt frétt New York Times. NYT segir að leiðtogar hersins hafi bent kjörstjórnum á galla sem þeir sjái á kosningakerfi Brasilíu og að þeir hafi fengið sæti í gagnsæisnefnd sem stofnuð hafi verið vegna þeirra áhyggja sem Bolsonaro hafi vakið. Forsetinn þykir vera að feta slóðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur ítrkað logið því að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Bolsonaro hefur reyndar lengi verið kallaður hinn brasilíski Trump. Vill að herinn telji líka atkvæði Bolsonaro sjálfur, sem er fyrrverandi yfirmaður í hernum og hefur skipað fjölmarga herforingja í ríkisstjórn sína, hefur jafnvel stungið upp á því að herinn eigi að framkvæma eigin atkvæðatalningu. Hann hefur einnig sagt að hann muni mögulega ekki viðurkenna tap í kosningunum. „Ný tegund þjófa hefur litið dagsins ljós sem vilja stela frelsi okkar,“ sagði hann fyrr í mánuðinum. „Ef það verður nauðsynlegt munum við fara í stríð.“ NYT segir tvo herforingja í ríkisstjórn Bolsonaros hafa um árabil reynt að hjálpa honum við að finna vísbendingar um kosningasvik en án árangurs. Lula leiðir í könnunum Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, hefur að undanförnu leitt í könnunum í Brasilíu. Könnun sem opinberuð var í síðustu viku sýndi fram á meira fylgi Lula. Lula mælist með 46 prósent fylgi í fyrri umferð í nýrri skoðanakönnun sem var birt með, sextán prósentustigum meira en Bolsonaro, næsti keppinautur hans. Í seinni umferð þar sem kosið væri á milli þeirra tveggja mælist Lula með 54 prósent gegn 32 prósent Bolsonaro. Biden varaði Bolsonaro við Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Bolsonaro á fundi ráðamanna Ameríkuríkja í Los Angeles í síðustu viku. Þar mun Biden hafa varað Bolsonaro við og sagt honum að virða hið lýðræðislega ferli. Bolsonar mun hafa svarað á þá leið að hann myndi að endingu láta af völdum á lýðræðislegan máta, hann vildi þó tryggja heilindi kosninganna í október.
Brasilía Tengdar fréttir Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið. 6. maí 2022 14:58 Bolsonaro skráir sig í stjórnmálaflokk Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur skráð sig í og gengið til liðs við hinn hægrisinnaða Frjálslynda flokk (PL) í landinu. Hann hefur staðið utan flokka frá árinu 2019. 11. nóvember 2021 07:56 Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. 1. nóvember 2021 06:51 Öldungadeildin samþykkir ákærur á hendur Bolsonaro Öldungadeildarþingmenn í Brasilíu hafa samþykkt að ákæra forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir framgöngu hans í kórónuveirufaraldrinum. Forsetinn verður meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni en 600 þúsund hafa látist vegna Covid-19 í landinu. 27. október 2021 07:38 Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30 Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Eyðing Amason nærri tvöfaldast á milli ára Meira en þúsund ferkílómetrum af Amasonfrumskóginum var eytt í apríl, nærri tvöfalt stærra svæði en í sama mánuði í fyrra. Þetta er þriðji mánuðurinn á þessu ári sem mánaðarlegt met í skógareyðingu er slegið. 6. maí 2022 14:58
Bolsonaro skráir sig í stjórnmálaflokk Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur skráð sig í og gengið til liðs við hinn hægrisinnaða Frjálslynda flokk (PL) í landinu. Hann hefur staðið utan flokka frá árinu 2019. 11. nóvember 2021 07:56
Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. 1. nóvember 2021 06:51
Öldungadeildin samþykkir ákærur á hendur Bolsonaro Öldungadeildarþingmenn í Brasilíu hafa samþykkt að ákæra forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir framgöngu hans í kórónuveirufaraldrinum. Forsetinn verður meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni en 600 þúsund hafa látist vegna Covid-19 í landinu. 27. október 2021 07:38
Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30
Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38