Boðaðir í landsliðsverkefni rétt fyrir miðnætti | Einum lofað byrjunarliðssæti sem ekkert varð úr Þungavigtin skrifar 10. júní 2022 17:46 Höskuldur Gunnlaugsson og Damir Muminovic koma inn í landsliðshópinn. Sá síðarnefndi átti að byrja leikinn en báðir spiluðu rétt tæplega fimm mínútur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrír leikmenn Breiðabliks voru kallaðir inn í A-landslið karla í fótbolta á dögunum er ljóst var að U-21 árs landsliðið ætti óvænt möguleika á að komast á lokamót EM. Forráðamenn Breiðabliks voru ósáttir með hvernig staðið var að málum og hafa komið sínum kvörtunum áleiðis til KSÍ. Töluvert hefur gustað um íslenska landsliðið í þessum landsleikjaglugga. Nú síðast hefur frammistaða liðsins í 1-0 sigri á San Marínó á fimmtudag verið gagnrýnd víða. Bæði af fyrrverandi landsliðsmönnum sem sinna nú starfi sérfræðinga á Viaplay sem og á samfélagsmiðlinum Twitter. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla, bætist nú á listann yfir þá aðila sem eru ekki beint sáttir með, Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska landsliðsins ef marka má sérfræðinga Þungavigtarinnar. Þrír af leikmönnum liðsins -Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson - voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar, sem er að þessu sinni opinn öllum, kemur fram að leikmennirnir sem um er ræðir hafi verið kallaðir inn í hópinn nánast um miðja nótt, félagið hafi ekki verið látið vita og þá er einum leikmanni sagt hafa verið lofaður meiri spiltíma en raun bar vitni. „Breiðablik var ekki einu sinni látið vita. Þetta er svo mikill amatörismi að það var ekki einu sinni haft samband við félagið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson meðal annars í þættinum. Á endanum spilaði Jason Daði rúmlega 20 mínútur á meðan þeir Höskuldur og Damir komu inn af bekknum á 87. mínútu. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar átti Damir að byrja leikinn en á endanum spilaði hann rétt tæplega fimm mínútur. Jason Daði var að spila sinn fyrsta A-landsleik, Damir sinn annan landsleik og Höskuldur sinn fimmta leik. Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi í kvöld að skortur hafi verið á samskiptum KSÍ við félagið. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Töluvert hefur gustað um íslenska landsliðið í þessum landsleikjaglugga. Nú síðast hefur frammistaða liðsins í 1-0 sigri á San Marínó á fimmtudag verið gagnrýnd víða. Bæði af fyrrverandi landsliðsmönnum sem sinna nú starfi sérfræðinga á Viaplay sem og á samfélagsmiðlinum Twitter. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla, bætist nú á listann yfir þá aðila sem eru ekki beint sáttir með, Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska landsliðsins ef marka má sérfræðinga Þungavigtarinnar. Þrír af leikmönnum liðsins -Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson - voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar, sem er að þessu sinni opinn öllum, kemur fram að leikmennirnir sem um er ræðir hafi verið kallaðir inn í hópinn nánast um miðja nótt, félagið hafi ekki verið látið vita og þá er einum leikmanni sagt hafa verið lofaður meiri spiltíma en raun bar vitni. „Breiðablik var ekki einu sinni látið vita. Þetta er svo mikill amatörismi að það var ekki einu sinni haft samband við félagið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson meðal annars í þættinum. Á endanum spilaði Jason Daði rúmlega 20 mínútur á meðan þeir Höskuldur og Damir komu inn af bekknum á 87. mínútu. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar átti Damir að byrja leikinn en á endanum spilaði hann rétt tæplega fimm mínútur. Jason Daði var að spila sinn fyrsta A-landsleik, Damir sinn annan landsleik og Höskuldur sinn fimmta leik. Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi í kvöld að skortur hafi verið á samskiptum KSÍ við félagið.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira