Enski boltinn

Chelsea búið að sækja fyrsta leik­manninn eftir breytingu á eignar­haldi fé­lagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ève Périsset er nýjasti leikmaður Chelsea.
Ève Périsset er nýjasti leikmaður Chelsea. Twitter@ChelseaFCW

Ève Périsset varð fyrsti leikmaðurinn til að semja við Chelsea eftir að salan á félaginu gekk í gegn. Kemur hún á frjálsri sölu frá Bordeaux í Frakklandi.

Hin 27 ára gamla Périsset á að baki glæsta ferilskrá en hún hefur spilað fyrir bæði Lyon og París Saint-Germain. Þá á hún að baki 34 leiki fyrir A-landslið Frakklands.

Á hún að hjálpa Chelsea í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn sem og í Evrópu en félagið hefur unnið ensku úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár.

„Það er mikill heiður að ganga til liðs við Chelsea og verða um leið fyrsta franska konan til að spila fyrir félagið. Ég er mjög þakklát því tækifæri sem mér hefur verið gefið,“ sagði Périsset í viðtali eftir að hafa skrifað undir.

Reikna má með því að Englandsmeistararnir styrki sig enn frekar og þá má reikna með að Thomas Tuchel geri slíkt hið sama hjá karlaliðinu. Talið er að hann fái rúmlega 200 milljónir punda til að versla leikmenn í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×