Fær rúmlega þrjátíu og tvo milljarða til að eyða í leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 08:00 Thomas Tuchel hugsi yfir hvaða leikmenn hann ætti að fá til Chelsea í sumar. Catherine Ivill/Getty Images Nýir eigendur Chelsea eru tilbúnir að setja rúmlega 200 milljónir punda, eða 32 og hálfan milljarð íslenskra króna, í nýja leikmenn. Í gær, miðvikudag, var tilkynnt að enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hefði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins sem Todd Boehly fer fyrir. Alls greiðir hópurinn 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Þó það sé deginum ljósara að nýir eigendur muni ekki dæla jafn miklu fjármagni í félagið og Roman Abramovich hefur gert á sínum tíma sem eigandi þá fær Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, dágóða summu til að eyða í leikmenn. Sú summa mun koma að góðum notum enda fjöldi leikmanna að renna út á samning og ljóst að Tuchel þarf að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að liðið verði samkeppnishæft á næstu leiktíð. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Spánarmeistara Real Madríd. Samningar þeirra Andreas Christensen og César Azpilicueta renna einnig út í sumar en báðir eru orðaðir við Barcelona. Börsungar eru einnig taldir hafa áhuga á vinstri vængbakverðinum Marcos Alonso en samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum Jorginho sem er orðaður við Juventus. Þá er ekki víst hvort framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner eigi framtíðina fyrir sér á Brúnni. Thomas Tuchel will be given as much as £200m to spend on players this summer by Chelsea's new owners — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 25, 2022 Það er því deginum ljósara að miklar breytingar munu verða á leikmannahóp Chelsea í sumar. Reikna má með að önnur félög séu í sömu hugleiðingum en Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, mun víst fá rúmar 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá má ætla að Erik ten Hag fái svigrúm og fjármagn til að bæta leikmannahóp Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Í gær, miðvikudag, var tilkynnt að enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hefði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins sem Todd Boehly fer fyrir. Alls greiðir hópurinn 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Þó það sé deginum ljósara að nýir eigendur muni ekki dæla jafn miklu fjármagni í félagið og Roman Abramovich hefur gert á sínum tíma sem eigandi þá fær Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, dágóða summu til að eyða í leikmenn. Sú summa mun koma að góðum notum enda fjöldi leikmanna að renna út á samning og ljóst að Tuchel þarf að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að liðið verði samkeppnishæft á næstu leiktíð. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Spánarmeistara Real Madríd. Samningar þeirra Andreas Christensen og César Azpilicueta renna einnig út í sumar en báðir eru orðaðir við Barcelona. Börsungar eru einnig taldir hafa áhuga á vinstri vængbakverðinum Marcos Alonso en samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum Jorginho sem er orðaður við Juventus. Þá er ekki víst hvort framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner eigi framtíðina fyrir sér á Brúnni. Thomas Tuchel will be given as much as £200m to spend on players this summer by Chelsea's new owners — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 25, 2022 Það er því deginum ljósara að miklar breytingar munu verða á leikmannahóp Chelsea í sumar. Reikna má með að önnur félög séu í sömu hugleiðingum en Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, mun víst fá rúmar 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá má ætla að Erik ten Hag fái svigrúm og fjármagn til að bæta leikmannahóp Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira