Dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 12:02 Omar Sowe í leik með Blikum gegn Víking fyrr á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt Omar Sowe, framherja Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, í tveggja leikja bann. Omar Sowe var í byrjunarliði Breiðabliks er liðið sótti Leikni Reykjavík í Breiðholt þann 29. maí síðastliðinn. Breiðablik vann leikinn 2-1 þökk sé tveimur mörkum Ísaks Snæs Þorvaldssonar. Sowe var tekinn af velli á 62. mínútu en hann var heppinn að fá ekki rautt spjald vegna atviks sem átti sér stað í leiknum. Á myndbandsupptöku af leiknum má sjá Sowe bersýnilega gefa Brynjari Hlöðverssyni olnbogaskot. „Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af,“ sagði Brynjar í viðtali við Fótbolti.net að leik loknum. Einar Ingi Jóhannsson, dómari, sá atvikið greinilega ekki og því hélt leikurinn áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú hefur Sowe hins vegar verið dæmdur í tveggja leikja bann. Mun hann missa ef leikjum Breiðabliks við Val þann 16. júní og KA fjórum dögum síðar. „Er það mat nefndarinnar að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 31. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með greinargerð framkvæmdastjóra, sé alvarlegt agabrot. Atvik hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Sowe hefur skorað tvö mörk í átta leikjum Breiðabliks á leiktíðinni en liðið er með fullt hús stiga að loknum átta umferðum í Bestu deildinni og þá vann liðið öruggan sigur á Val í Mjólkurbikarnum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Omar Sowe var í byrjunarliði Breiðabliks er liðið sótti Leikni Reykjavík í Breiðholt þann 29. maí síðastliðinn. Breiðablik vann leikinn 2-1 þökk sé tveimur mörkum Ísaks Snæs Þorvaldssonar. Sowe var tekinn af velli á 62. mínútu en hann var heppinn að fá ekki rautt spjald vegna atviks sem átti sér stað í leiknum. Á myndbandsupptöku af leiknum má sjá Sowe bersýnilega gefa Brynjari Hlöðverssyni olnbogaskot. „Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af,“ sagði Brynjar í viðtali við Fótbolti.net að leik loknum. Einar Ingi Jóhannsson, dómari, sá atvikið greinilega ekki og því hélt leikurinn áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú hefur Sowe hins vegar verið dæmdur í tveggja leikja bann. Mun hann missa ef leikjum Breiðabliks við Val þann 16. júní og KA fjórum dögum síðar. „Er það mat nefndarinnar að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 31. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með greinargerð framkvæmdastjóra, sé alvarlegt agabrot. Atvik hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Sowe hefur skorað tvö mörk í átta leikjum Breiðabliks á leiktíðinni en liðið er með fullt hús stiga að loknum átta umferðum í Bestu deildinni og þá vann liðið öruggan sigur á Val í Mjólkurbikarnum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira