Íslenski boltinn

Rekinn eftir aðeins fjórar umferðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Ben Eiríksson stoppaði stutt við hjá Þrótti V.
Eiður Ben Eiríksson stoppaði stutt við hjá Þrótti V. vísir/daníel

Eiði Ben Eiríkssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara Lengjudeildarliðs Þróttar Vogum.

Frá þessu er greint á dv.is. Þróttur er eitt stig í ellefta og næstneðsta sæti Lengjudeildar karla eftir fjórar umferðir. Þróttarar eru á sínu fyrsta tímabili í næstefstu deild í sögu félagsins.

Eiður tók við Þrótti af Hermanni Hreiðarssyni eftir síðasta tímabil. Hann var áður aðstoðarmaður Péturs Péturssonar með kvennalið Vals. Þar áður þjálfaði hann kvennalið Fylkis.

Næstu tveimur leikjum Þróttara var frestað vegna landsliðsverkefna leikmanna liðsins. Næsti leikur Þróttar er því ekki fyrr en 16. júní þegar liðið fær Aftureldingu í heimsókn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.