Erlent

Heard ætlar að áfrýja

Árni Sæberg skrifar
Heard eftir að dómur gekk í gær, hún ætlar ekki að una niðurstöðu hans.
Heard eftir að dómur gekk í gær, hún ætlar ekki að una niðurstöðu hans. Rod Lamkey/Getty Images

Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara.

Elaine Charlson Bredhoft, lögmaður Amber Heard, sagði í viðtali í Today show í dag að hún ætli að áfrýja niðurstöðunni og að hún telji sig eiga góða möguleika á að vinna málið fyrir æðri dómstól.

Bredhoft sagði að lögmenn Heard hafi reynt að fá málinu vísað frá þar sem að Depp sé að láta reyna á sama sakarefni og þegar hann tapaði álíka máli fyrir breskum dómstólum.

Þá sagði hún að Heard hafi „alls ekki“ efni á að greiða Depp skaða- og refsibætur upp á fimmtán milljónir dollara eða tæplega tvo milljarða króna.

Viðtalið við Bredhoft má sjá hér að neðan:

Bredhoft gagnrýnir harðlega að lögmannateymi Heard hafi ekki mátt vísa í niðurstöður málsins í Bretlandi en þar var komist að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að Depp hefði gerst sekur um ýmis brot gegn Heard, þar á meðal kynferðisbrot.

Þá sagði hún að hún hefði barist fyrir því að málið yrði rekið í lokuðu þinghaldi og að hún telji að fjölmiðlasirkusinn sem varð í kringum málið hafi haft áhrif á dómgreind kviðdómenda.


Tengdar fréttir

Depp hafði betur í meið­yrða­málinu gegn Heard

Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna.

Lög­menn Depps saumuðu að Heard í vitna­stúkunni

Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni.

„Ég hugsaði, svona mun ég deyja“

Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku.

Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard

Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.