Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur Atli Ísleifsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. júní 2022 10:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa talað mjög skýrt á fundum NATO varðandi inngöngu Svía og Finna í bandalagið. Vísir/Egill Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist ekki geta verið annað en bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur vegna NATO-umsóknar Svía og Finna, en Tyrkland hefur, eitt aðildarríkja, sett sig upp á móti inngöngu ríkjanna. Hafa Tyrkir þar sakað Svía um að skjóta skjólshúsi yfir ákveðnum Kúrdum, sem Tyrkir saka um að vera hryðjuverkamenn. „Það er vissulega á frekar viðkvæmu stigi akkúrat núna. 29 ríki eru alveg skýr. Það er ekki þannig að Tyrkir hafi lýst yfir andstöðu, heldur á þessum tímapunkti geti þau ekki [samþykkt inngöngu]. Ég veit að það eru samtöl í gangi og það skiptir svo miklu máli fyrir Atlantshafsbandalagið og svæðið í heild sinni að þetta leysist farsællega. Ég geri ráð fyrir að það takist,“ segir utanríkisráðherra. Er eitthvað sem íslensk stjórnvöld geta gert til að beita sér fyrir því? „Svona skref [staðfesting þingsins á viðbótarsamningnum] hefur áhrif á það. Þetta er að sýna viljann í verki og samstöðuna í verki. Við erum hér í samfloti við Norðurlöndin, og sérstaklega Danmörk sem ætlar líka að afgreiða málið eftir helgi. Við síðan tölum mjög skýrt á fundum NATO. Það hef ég gert um stuðning okkar við inngöngu Svía og Finna í NATO. Þannig að við höfum vissulega hlutverki að gegna, en við erum ekki að senda diplómata til Tyrklands á fundi. Við erum ekki beinir þátttakendur, en óbeinir.“ Þið ætlið að afgreiða þetta á sama tíma og Danir. Ertu bjartsýn á að það takist? „Já, ég er það. Það er yfirgnæfandi stuðningur um málið hér á Alþingi og þingið hefur sýnt bæði sveigjanlega og mikla samstöðu. Umræður hérna sýndu það þannig að ég held að það verði mikill sómi af afgreiðslu löggjafarþingsins hér á Íslandi gagnvart þessari umsókn,“ segir Þórdís Kolbrún. Alþingi NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist ekki geta verið annað en bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur vegna NATO-umsóknar Svía og Finna, en Tyrkland hefur, eitt aðildarríkja, sett sig upp á móti inngöngu ríkjanna. Hafa Tyrkir þar sakað Svía um að skjóta skjólshúsi yfir ákveðnum Kúrdum, sem Tyrkir saka um að vera hryðjuverkamenn. „Það er vissulega á frekar viðkvæmu stigi akkúrat núna. 29 ríki eru alveg skýr. Það er ekki þannig að Tyrkir hafi lýst yfir andstöðu, heldur á þessum tímapunkti geti þau ekki [samþykkt inngöngu]. Ég veit að það eru samtöl í gangi og það skiptir svo miklu máli fyrir Atlantshafsbandalagið og svæðið í heild sinni að þetta leysist farsællega. Ég geri ráð fyrir að það takist,“ segir utanríkisráðherra. Er eitthvað sem íslensk stjórnvöld geta gert til að beita sér fyrir því? „Svona skref [staðfesting þingsins á viðbótarsamningnum] hefur áhrif á það. Þetta er að sýna viljann í verki og samstöðuna í verki. Við erum hér í samfloti við Norðurlöndin, og sérstaklega Danmörk sem ætlar líka að afgreiða málið eftir helgi. Við síðan tölum mjög skýrt á fundum NATO. Það hef ég gert um stuðning okkar við inngöngu Svía og Finna í NATO. Þannig að við höfum vissulega hlutverki að gegna, en við erum ekki að senda diplómata til Tyrklands á fundi. Við erum ekki beinir þátttakendur, en óbeinir.“ Þið ætlið að afgreiða þetta á sama tíma og Danir. Ertu bjartsýn á að það takist? „Já, ég er það. Það er yfirgnæfandi stuðningur um málið hér á Alþingi og þingið hefur sýnt bæði sveigjanlega og mikla samstöðu. Umræður hérna sýndu það þannig að ég held að það verði mikill sómi af afgreiðslu löggjafarþingsins hér á Íslandi gagnvart þessari umsókn,“ segir Þórdís Kolbrún.
Alþingi NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40
Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09