Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. Í næstu viku er þingfundardagur á þriðjudag, eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudag og síðustu þingfundardagarnir samkvæmt starfsáætlun ættu að vera á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur stór ágreiningsmál eru enn í nefnd og bíða þriðju og síðustu umræðu eins og rammaáætlun eða þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd auðlinda og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þar að auki þarf að taka fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn vegna aðildarumsóknar Finna og Svía. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ólíklegt væri að þinghaldi lyki á tilsettum tíma. Hún sagði að tillagan um NATO hefði verið kynnt fyrir öllum flokkum og allir væru líklega sammála um að greiða leið málsins í gegnum þingið. Það væri í takt við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir væru að gera. Hún sagði nokkur stór mál eftir. Varðandi það hvað fáir dagar væru eftir af vorþingi sagði hún íslenska þingmenn þekkja þá stöðu. „Þetta er í raun og veru afskaplega hefðbundin staða hér á Alþingi á þessum árstíma. Þingflokksformenn eru byrjuð að funda. Þau áttu fund í gær og eiga annan fund í kvöld, þannig að nú er verið að fara yfir stöðuna í nefndum. Ég er nú bjartsýn á að þinghaldinu verði lokið með sómasamlegum hætti. Ég les það þannig að við höfum öll metnað til að gera það,“ sagði Katrín. Varðandi frumvarp um útlendingalög og rammaáætlun og hvort þau kæmust úr nefnd vildi Katrín ekkert segja. „Þessi mál eru enn þá inn í nefndinni og ég veit að þau eru bæði til umræðu. Þingflokksformenn, eins og ég segi, hafa núna þetta verkefni að finna út hvaða mál er raunhæft að klára.“ Katrín sagðist ekki ætla að segja að þinghaldi myndi ljúka á tilsettum tíma. Það væri verið að horfa til þess að ljúka þinghaldinu einhvern tímann í júnímánuði. „Það er oft hægt að vinna ansi hratt á lokametrum þingsins.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Í næstu viku er þingfundardagur á þriðjudag, eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudag og síðustu þingfundardagarnir samkvæmt starfsáætlun ættu að vera á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur stór ágreiningsmál eru enn í nefnd og bíða þriðju og síðustu umræðu eins og rammaáætlun eða þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd auðlinda og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þar að auki þarf að taka fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn vegna aðildarumsóknar Finna og Svía. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ólíklegt væri að þinghaldi lyki á tilsettum tíma. Hún sagði að tillagan um NATO hefði verið kynnt fyrir öllum flokkum og allir væru líklega sammála um að greiða leið málsins í gegnum þingið. Það væri í takt við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir væru að gera. Hún sagði nokkur stór mál eftir. Varðandi það hvað fáir dagar væru eftir af vorþingi sagði hún íslenska þingmenn þekkja þá stöðu. „Þetta er í raun og veru afskaplega hefðbundin staða hér á Alþingi á þessum árstíma. Þingflokksformenn eru byrjuð að funda. Þau áttu fund í gær og eiga annan fund í kvöld, þannig að nú er verið að fara yfir stöðuna í nefndum. Ég er nú bjartsýn á að þinghaldinu verði lokið með sómasamlegum hætti. Ég les það þannig að við höfum öll metnað til að gera það,“ sagði Katrín. Varðandi frumvarp um útlendingalög og rammaáætlun og hvort þau kæmust úr nefnd vildi Katrín ekkert segja. „Þessi mál eru enn þá inn í nefndinni og ég veit að þau eru bæði til umræðu. Þingflokksformenn, eins og ég segi, hafa núna þetta verkefni að finna út hvaða mál er raunhæft að klára.“ Katrín sagðist ekki ætla að segja að þinghaldi myndi ljúka á tilsettum tíma. Það væri verið að horfa til þess að ljúka þinghaldinu einhvern tímann í júnímánuði. „Það er oft hægt að vinna ansi hratt á lokametrum þingsins.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira