Innlent

Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO

Jakob Bjarnar skrifar
Katrín sagði að sín hreyfing, þar með talin hún sjálf, hafi ekki breytt um afstöðu til aðildar Íslands að NATO. Þetta er þrátt fyrir að hún styðji aðild Finnlands og Svíþjóðar að hernaðarbandalaginu.
Katrín sagði að sín hreyfing, þar með talin hún sjálf, hafi ekki breytt um afstöðu til aðildar Íslands að NATO. Þetta er þrátt fyrir að hún styðji aðild Finnlands og Svíþjóðar að hernaðarbandalaginu. vísir/vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO.

Þetta sagði hún í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins.

Sigmundur Davíð minnti á að Katrín hafi formlega lýst yfir stuðningi við aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu – NATO. „En styður þá hæstvirtur forsætisráðherra aðild Íslands að NATO?“ spurði Sigmundur. Með því styður Katrín stækkun NATO sem er í fyrsta skipti sem formaður Vinstri grænna gerir nokkuð í þá veru, enda yfirlýst stefna flokksins að vera á móti NATO og hernaðarbandalögum almennt.

Katrín sagði það rétt, hún styddi þá lýðræðislegu niðurstöðu sem þjóðþing Finnlands og Svíþjóðar hafa komist að varðandi það að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. 

„Og sem forsætisráðherra þá starfa ég samkvæmt samþykktri þjóðaröryggisstefnu þar sem kveðið er á um aðild Íslands að NATO. En mín hreyfing og ég, þar með talin, höfum ekki skipt um skoðun á þeirri aðild,“ segir Katrín Jakobsdóttir.


Tengdar fréttir

Inn­ganga Finna geti breytt öryggis­s­trúktúrnum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið.

Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd

Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×