Ísak Snær ekki með gegn Val | Atli Hrafn aftur í bann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 17:01 Ísak Snær er á leið í leikbann. Vísir/Hulda Margrét Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur birt lista yfir þá leikmenn og þjálfara Bestu deildar karla sem verða í leikbanni er deildin hefst á nýjan leik um miðjan júní eftir landsleikjahlé. Markahæsti maður deildarinnar er þar á meðal. Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið drifkrafturinn á bakvið frábæra byrjun Breiðabliks en hann verður hvergi sjáanlegur er Breiðablik heimsækir Hlíðarenda og mætir heimamönnum í Val 16. júní. Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann, bæði hvað varðar markaskorun og spjaldasöfnun. Hann er kominn með níu mörk í átta leikjum í Bestu deildinni sem og fjögur gul spjöld. Því hefur hann verið dæmdur í eins leiks bann. Valur verður án Birkis Heimissonar í sama leik en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt er Valur tapaði 3-2 fyrir Fram í síðustu umferð. Atli Hrafn Andrason er á leið í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk eftir að fara verið tekinn af velli í 1-0 tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Atli Hrafn hafði fengið að líta rauða spjaldið gegn KR fyrr í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Athygli vekur að Atli Hrafn hefur aðeins spilað 225 mínútur í sumar eða rétt rúmlega tvo og hálfan leik. Hann mun ekki geta bætt við þann fjölda á næstunni. Stutt er síðan Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar í Stúkunni fóru yfir agavandamál Eyjamanna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings er á leið í leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir jöfnunarmark KA í Víkinni. Íslandsmeistararnir unnu þó leikinn á endanum. Arnar missir því af ferð Víkinga til Vestmannaeyja nema hann fari með og sitji í stúkunni. Þá eru þeir Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) og Patrik Johannesen (Keflavík) á leið í eins leiks bann þar sem þeir hafa báðir nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið drifkrafturinn á bakvið frábæra byrjun Breiðabliks en hann verður hvergi sjáanlegur er Breiðablik heimsækir Hlíðarenda og mætir heimamönnum í Val 16. júní. Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann, bæði hvað varðar markaskorun og spjaldasöfnun. Hann er kominn með níu mörk í átta leikjum í Bestu deildinni sem og fjögur gul spjöld. Því hefur hann verið dæmdur í eins leiks bann. Valur verður án Birkis Heimissonar í sama leik en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt er Valur tapaði 3-2 fyrir Fram í síðustu umferð. Atli Hrafn Andrason er á leið í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk eftir að fara verið tekinn af velli í 1-0 tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Atli Hrafn hafði fengið að líta rauða spjaldið gegn KR fyrr í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Athygli vekur að Atli Hrafn hefur aðeins spilað 225 mínútur í sumar eða rétt rúmlega tvo og hálfan leik. Hann mun ekki geta bætt við þann fjölda á næstunni. Stutt er síðan Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar í Stúkunni fóru yfir agavandamál Eyjamanna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings er á leið í leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir jöfnunarmark KA í Víkinni. Íslandsmeistararnir unnu þó leikinn á endanum. Arnar missir því af ferð Víkinga til Vestmannaeyja nema hann fari með og sitji í stúkunni. Þá eru þeir Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) og Patrik Johannesen (Keflavík) á leið í eins leiks bann þar sem þeir hafa báðir nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira