Ísak Snær ekki með gegn Val | Atli Hrafn aftur í bann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 17:01 Ísak Snær er á leið í leikbann. Vísir/Hulda Margrét Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur birt lista yfir þá leikmenn og þjálfara Bestu deildar karla sem verða í leikbanni er deildin hefst á nýjan leik um miðjan júní eftir landsleikjahlé. Markahæsti maður deildarinnar er þar á meðal. Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið drifkrafturinn á bakvið frábæra byrjun Breiðabliks en hann verður hvergi sjáanlegur er Breiðablik heimsækir Hlíðarenda og mætir heimamönnum í Val 16. júní. Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann, bæði hvað varðar markaskorun og spjaldasöfnun. Hann er kominn með níu mörk í átta leikjum í Bestu deildinni sem og fjögur gul spjöld. Því hefur hann verið dæmdur í eins leiks bann. Valur verður án Birkis Heimissonar í sama leik en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt er Valur tapaði 3-2 fyrir Fram í síðustu umferð. Atli Hrafn Andrason er á leið í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk eftir að fara verið tekinn af velli í 1-0 tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Atli Hrafn hafði fengið að líta rauða spjaldið gegn KR fyrr í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Athygli vekur að Atli Hrafn hefur aðeins spilað 225 mínútur í sumar eða rétt rúmlega tvo og hálfan leik. Hann mun ekki geta bætt við þann fjölda á næstunni. Stutt er síðan Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar í Stúkunni fóru yfir agavandamál Eyjamanna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings er á leið í leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir jöfnunarmark KA í Víkinni. Íslandsmeistararnir unnu þó leikinn á endanum. Arnar missir því af ferð Víkinga til Vestmannaeyja nema hann fari með og sitji í stúkunni. Þá eru þeir Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) og Patrik Johannesen (Keflavík) á leið í eins leiks bann þar sem þeir hafa báðir nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið drifkrafturinn á bakvið frábæra byrjun Breiðabliks en hann verður hvergi sjáanlegur er Breiðablik heimsækir Hlíðarenda og mætir heimamönnum í Val 16. júní. Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann, bæði hvað varðar markaskorun og spjaldasöfnun. Hann er kominn með níu mörk í átta leikjum í Bestu deildinni sem og fjögur gul spjöld. Því hefur hann verið dæmdur í eins leiks bann. Valur verður án Birkis Heimissonar í sama leik en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt er Valur tapaði 3-2 fyrir Fram í síðustu umferð. Atli Hrafn Andrason er á leið í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk eftir að fara verið tekinn af velli í 1-0 tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Atli Hrafn hafði fengið að líta rauða spjaldið gegn KR fyrr í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Athygli vekur að Atli Hrafn hefur aðeins spilað 225 mínútur í sumar eða rétt rúmlega tvo og hálfan leik. Hann mun ekki geta bætt við þann fjölda á næstunni. Stutt er síðan Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar í Stúkunni fóru yfir agavandamál Eyjamanna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings er á leið í leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir jöfnunarmark KA í Víkinni. Íslandsmeistararnir unnu þó leikinn á endanum. Arnar missir því af ferð Víkinga til Vestmannaeyja nema hann fari með og sitji í stúkunni. Þá eru þeir Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) og Patrik Johannesen (Keflavík) á leið í eins leiks bann þar sem þeir hafa báðir nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira