Erlent

Apabóla greinist í Noregi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Apabóla hefur nú greinst í fjórum Norðurlandaþjóðum. 
Apabóla hefur nú greinst í fjórum Norðurlandaþjóðum.  Vísir/Getty

Norskur ríkisborgari greindist í dag með apabólu eftir ferðalag í Evrópu. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist í Noregi.

Smitið greindist í Viken-sýslu þar sem hinn smitaði er búsettur. Hann hafði orðið veikur eftir komuna til Noregs frá ótilgreindu landi í Evrópu þar sem hann ferðaðist. Samkvæmt NRK verður hvorki greint frá kyni og aldri hins smitaða, né landinu sem hann var ferðamaður í.

Sýni úr þeim smitaða var skoðað á háskólasjúkrahúsinu í Osló og hefur smitrakning nú þegar hafist. 

Noregur er fjórða Norðurlandið þar sem apabóla greinist, áður hafði hún greinst í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.


Tengdar fréttir

Úti­lokar ekki að apa­bóla berist hingað til lands

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær.

Um sex­tíu stað­fest til­felli apa­bólu í Evrópu

Líklegt verður að teljast að apabóla muni berast til Íslands á næstunni. Því verða landsmenn að vera sem best undirbúin sem felst í að auka vitund almennings og heilbrigðisstarfsmanna um sjúkdóminn, tryggja hraða og örugga greiningu hans, beita einangrun og sóttkví eins og við á og gefa ráðleggingar um fyrirbyggjandi aðgerðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×