Erlent

Kastaði tertu í Monu Lisu

Atli Ísleifsson skrifar
Öryggisvörður á Louvre þrífur leifar af tertunni af glerinu sem ver Monu Lisu í gær.
Öryggisvörður á Louvre þrífur leifar af tertunni af glerinu sem ver Monu Lisu í gær. AP

Lögregla í Frakklandi handtók í gær karlmann sem hafði kastað tertu sem hafnaði á glerinu sem ver Monu Lisu, málverk Leonardo da Vinci, sem hangir uppi á vegg á listasafninu Louvre í París.

AP segir frá því að maðurinn hafði dulbúið sig sem eldri kona í hjólastól á safninu og eftir að hafa kastað tertunni hrópaði hann að nærstöddum að hugsa betur um jörðina.

Saksóknari í París segir að 36 ára karlmaður hafi verið handtekinn á vettvangi og hann sendur á geðdeild til rannsóknar.

Rannsókn á málinu er hafin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×