Uppgjör fyrstu átta umferða Bestu: Breiðablik best, Ísak Snær bestur og Valur valdið mestum vonbrigðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 08:30 Breiðablik hefur bókstaflega verið óstöðvandi til þessa. Vísir/Hulda Margrét Áttunda umferð Bestu deildar karla í fótbolta fór fram á sunnudag. Að henni lokinni gerði Stúkan upp fyrstu átta umferðir mótsins. Eðlilega var Breiðablik mikið í umræðunni þar sem liðið er með fullt hús stiga. Allt er vænt sem vel er grænt Lið fyrstu átta umferðanna er í grænna lagi enda Breiðablik borið höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar til þessa. Alls eru sex leikmenn Blika í liði fyrsta þriðjungs Íslandsmótsins. Markvörður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson, stendur milli stanganna. Í fjögurra manna línu þar fyrir framan eru þrír samherjar Antons. Davíð Ingvarsson er í vinstri bakverði á meðan þeir Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic eru í hjarta varnarinnar. Kennie Chopart fær svo þann heiður að vera hægri bakvörður í besta liði fyrstu átta umferðanna. Enginn Bliki er á miðri miðju liðsins en þar eru KA-mennirnir Rodrigo Gomes og Nökkvi Þeyr Þórisson. Kristall Máni Ingason, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings er svo þriðji miðjmaður liðsins. Í framlínunni eru tveir leikmenn Breiðabliks, Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Fremsti maður er svo Emil Atlason, framherji Stjörnunnar. Hér má sjá lið fyrstu átta umferða Bestu deildar karla í fótbolta.Stúkan „Hverjir mega vera ósáttir við að vera ekki í liðinu, allir hinir í byrjunarliðinu hjá Blikum?“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttarstjórnandi þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason. „Varnarmenn KA, þeir hafa haldið fimm sinnum hreinu. Óli Valur (Ómarsson, hægri bakvörður Stjörnunnar) er búinn að vera frábær sem og Guðmundur (Magnússon, leikmaður Fram). Besti leikmaðurinn sjálfvalinn „Ekki erfiðasta sem við höfum lent í,“ sagði Guðmundur um valið á besta leikmanni fyrstu átta umferða Bestu deildarinnar. Segja má að Ísak Snær Þorvaldsson hafi verið sjálfvalinn en hann hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í liði Breiðabliks til þessa. Níu mörk í átta leikjum og þá lagði hann upp sigurmark Blika í 0-1 útisigrinum á KR. Ísak Snær hefur verið frábær í upphafi móts.Vísir/Hulda Margrét Þremenningarnir voru hins vegar ekki á allt sammála hver næstbesti leikmaður umferða 1 til 8 væri. Kristall Máni, Jason Daði, Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson og Emil Atlason voru allir nefndir til sögunnar. Kristall Máni besti ungi Kristall Máni var áfram í umræðunni en hann er að mati dómnefndar Stúkunnar besti ungi leikmaður deildarinnar. Kristall Máni er fæddur árið 2002 og var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á síðustu leiktíð. Kristall Máni hefur verið illviðráðanlegur það sem af er sumri.Vísir/Hulda Margrét „Miðið við hvernig Ísak Snær er að spila þarf hann mögulega bara að sætta sig við þessi verðlaun aftur þrátt fyrir að vera einn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Guðmundur og hló. Hér að neðan má sjá uppgjör Stúkunnar á fyrstu átta umferðum Bestu deildar karla. Þar er farið yfir hvaða lið hafa komið á óvart og hvaða lið hafa ollið mestum vonbrigðum. Klippa: Stúkan: Umferð 1 til 8 í Bestu deild karla gerðar upp Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Stúkan Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Allt er vænt sem vel er grænt Lið fyrstu átta umferðanna er í grænna lagi enda Breiðablik borið höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar til þessa. Alls eru sex leikmenn Blika í liði fyrsta þriðjungs Íslandsmótsins. Markvörður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson, stendur milli stanganna. Í fjögurra manna línu þar fyrir framan eru þrír samherjar Antons. Davíð Ingvarsson er í vinstri bakverði á meðan þeir Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic eru í hjarta varnarinnar. Kennie Chopart fær svo þann heiður að vera hægri bakvörður í besta liði fyrstu átta umferðanna. Enginn Bliki er á miðri miðju liðsins en þar eru KA-mennirnir Rodrigo Gomes og Nökkvi Þeyr Þórisson. Kristall Máni Ingason, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings er svo þriðji miðjmaður liðsins. Í framlínunni eru tveir leikmenn Breiðabliks, Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Fremsti maður er svo Emil Atlason, framherji Stjörnunnar. Hér má sjá lið fyrstu átta umferða Bestu deildar karla í fótbolta.Stúkan „Hverjir mega vera ósáttir við að vera ekki í liðinu, allir hinir í byrjunarliðinu hjá Blikum?“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttarstjórnandi þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason. „Varnarmenn KA, þeir hafa haldið fimm sinnum hreinu. Óli Valur (Ómarsson, hægri bakvörður Stjörnunnar) er búinn að vera frábær sem og Guðmundur (Magnússon, leikmaður Fram). Besti leikmaðurinn sjálfvalinn „Ekki erfiðasta sem við höfum lent í,“ sagði Guðmundur um valið á besta leikmanni fyrstu átta umferða Bestu deildarinnar. Segja má að Ísak Snær Þorvaldsson hafi verið sjálfvalinn en hann hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í liði Breiðabliks til þessa. Níu mörk í átta leikjum og þá lagði hann upp sigurmark Blika í 0-1 útisigrinum á KR. Ísak Snær hefur verið frábær í upphafi móts.Vísir/Hulda Margrét Þremenningarnir voru hins vegar ekki á allt sammála hver næstbesti leikmaður umferða 1 til 8 væri. Kristall Máni, Jason Daði, Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson og Emil Atlason voru allir nefndir til sögunnar. Kristall Máni besti ungi Kristall Máni var áfram í umræðunni en hann er að mati dómnefndar Stúkunnar besti ungi leikmaður deildarinnar. Kristall Máni er fæddur árið 2002 og var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á síðustu leiktíð. Kristall Máni hefur verið illviðráðanlegur það sem af er sumri.Vísir/Hulda Margrét „Miðið við hvernig Ísak Snær er að spila þarf hann mögulega bara að sætta sig við þessi verðlaun aftur þrátt fyrir að vera einn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Guðmundur og hló. Hér að neðan má sjá uppgjör Stúkunnar á fyrstu átta umferðum Bestu deildar karla. Þar er farið yfir hvaða lið hafa komið á óvart og hvaða lið hafa ollið mestum vonbrigðum. Klippa: Stúkan: Umferð 1 til 8 í Bestu deild karla gerðar upp Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Stúkan Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira