Hörður um stöðu mála hjá FH: „Í einhverskonar tilvistarkreppu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 15:00 Hörður Magnússon stýrði Pepsi Mörkunum á Stöð 2 Sport um árabil. Hann starfar í dag fyrir Viaplay. Vísir/Vilhelm Hörður Magnússon, starfsmaður Viaplay og fyrrum leikmaður FH um árabil, segist ekki átta sig á hver stefna félagsins. Hann telur að „menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnafirðinum.“ Hörður, sem lék með FH nær allan sinn feril 1985 til 2003 ef frá eru talin stutt stopp hjá ÍK, ÍR og Val, var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark. Um er að ræða hlaðvarp með skákívafi en fyrst Hörður var gestur að þessu sinni var FH, uppeldisfélag Harðar, að sjálfsögðu til umræðu. FH hefur farið skelfilega af stað í Bestu deildinni og situr í 9. sæti með aðeins sjö stig eftir átta umferðir. Þá hafa einnig verið vandamál til staðar utanvallar hjá félaginu. „Þetta er mjög slæmt. Ég átti von á meiru í byrjun en að það er enn mikið eftir,“ segir Hörður og heldur áfram. „Ég held að menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnarfirðinum. Það er eins og það sé ekki samhljómur á milli þeirra sem eru á bak við tjöldin og þjálfarans. Hlutirnir eru eitthvað „off.“ Ég er ekki mikið inn í hlutunum en þetta er ekki að virka, strúktúrinn í félaginu virðist ekki vera réttur.“ Hefur tröllatrú á Ólafi Jóhannessyni Hörður hefur ekki trú á að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sé vandamálið. Hann telur að Ólafur hafi ekki fengi þá leikmenn sem hann hafi viljað. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Hann vill berjast um titla en ég held að félagið sé ekki á þeim stað núna. Það er komin tími á breytingar, meira í þá áttina sem Stjarnan hefur verið að fara: Hætta að spá í að enda í topp tvö eða þrjú og reyna að byggja aftur upp meistaralið. Það tekur kannski lengri tíma.“ „Ég hef tröllatrú á Óla sem þjálfara, fyrir vissan hóp af leikmönnum. Hann hefur flakkað fram og til baka með leikkerfi, þetta er ekki alveg að virka. Ég held að þeirra leið liggi í bikarkeppninni ef liðið ætlar að komast í Evrópukeppni.“ Þá spyr Hörður nokkurra spurninga: „Ef þjálfarinn fær ekki það sem hann vill fá, er hann þá rétti maðurinn? Hvert er félagið að stefna? Hvert vill það fara, vilja þeir yngja upp? Ef Óli vill fá leikmenn, af hverju fær hann ekki leikmenn? Vantar pening eða hvað er málið?“ „Félagið er í einhverskonar tilvistarkreppu,“ segir Hörður að endingu um FH áður en umræðan færist yfir í Liverpool og nýafstaðið tímabil. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Hörður, sem lék með FH nær allan sinn feril 1985 til 2003 ef frá eru talin stutt stopp hjá ÍK, ÍR og Val, var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark. Um er að ræða hlaðvarp með skákívafi en fyrst Hörður var gestur að þessu sinni var FH, uppeldisfélag Harðar, að sjálfsögðu til umræðu. FH hefur farið skelfilega af stað í Bestu deildinni og situr í 9. sæti með aðeins sjö stig eftir átta umferðir. Þá hafa einnig verið vandamál til staðar utanvallar hjá félaginu. „Þetta er mjög slæmt. Ég átti von á meiru í byrjun en að það er enn mikið eftir,“ segir Hörður og heldur áfram. „Ég held að menn séu ekki alveg að dansa sama dans í Hafnarfirðinum. Það er eins og það sé ekki samhljómur á milli þeirra sem eru á bak við tjöldin og þjálfarans. Hlutirnir eru eitthvað „off.“ Ég er ekki mikið inn í hlutunum en þetta er ekki að virka, strúktúrinn í félaginu virðist ekki vera réttur.“ Hefur tröllatrú á Ólafi Jóhannessyni Hörður hefur ekki trú á að Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, sé vandamálið. Hann telur að Ólafur hafi ekki fengi þá leikmenn sem hann hafi viljað. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.Vísir/Hulda Margrét „Hann vill berjast um titla en ég held að félagið sé ekki á þeim stað núna. Það er komin tími á breytingar, meira í þá áttina sem Stjarnan hefur verið að fara: Hætta að spá í að enda í topp tvö eða þrjú og reyna að byggja aftur upp meistaralið. Það tekur kannski lengri tíma.“ „Ég hef tröllatrú á Óla sem þjálfara, fyrir vissan hóp af leikmönnum. Hann hefur flakkað fram og til baka með leikkerfi, þetta er ekki alveg að virka. Ég held að þeirra leið liggi í bikarkeppninni ef liðið ætlar að komast í Evrópukeppni.“ Þá spyr Hörður nokkurra spurninga: „Ef þjálfarinn fær ekki það sem hann vill fá, er hann þá rétti maðurinn? Hvert er félagið að stefna? Hvert vill það fara, vilja þeir yngja upp? Ef Óli vill fá leikmenn, af hverju fær hann ekki leikmenn? Vantar pening eða hvað er málið?“ „Félagið er í einhverskonar tilvistarkreppu,“ segir Hörður að endingu um FH áður en umræðan færist yfir í Liverpool og nýafstaðið tímabil. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira