Ákvörðun KSÍ nær ekki til FH sem leyfir Eggerti að spila Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 13:00 Eggert Gunnþór Jónsson sneri aftur til fyrri starfa hjá FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí, eftir að hafa verið látinn stíga til hliðar 21. apríl. vísir/Hulda Margrét Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði FH í Bestu deildinni í fótbolta í gær þrátt fyrir að niðurfelling máls hans og Arons Einars Gunnarssonar, vegna nauðgunarkæru, hafi verið kærð. Eggert hefur þar með spilað tvo leiki frá því að í ljós kom síðasta miðvikudag að ákvörðun héraðssóknara um að fella mál hans og Arons niður hefði verið kærð. Hann kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Kára á miðvikudagskvöldinu. Eggert spilaði fyrsta leik FH í Bestu deildinni í vor, 18. apríl, en þá var mál hans enn á borði héraðssaksóknara. Eftir gagnrýni ákváðu FH-ingar að fara fram á það við Eggert að hann stigi til hliðar. Þegar héraðssaksóknari felldi mál hans niður sneri Eggert hins vegar aftur í lið FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í síðustu viku viðbragðsáætlun vegna meintra, alvarlegra brota landsliðsmanna. Þar segir að þegar slík mál séu til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, og/eða samskiptaráðgjafa ÍSÍ, skuli menn stíga til hliðar á meðan. Þessi viðbragðsáætlun kom þannig í veg fyrir að Aron Einar, nú eða Eggert, kæmu til greina í landsliðshópinn sem valinn var í síðustu viku. Ákvörðun stjórnar KSÍ nær hins vegar aðeins til aðila „innan KSÍ“ en ekki til fulltrúa aðildarfélaga sambandsins. FH er því í sjálfsvald sett hvort það leyfir Eggerti að spila og það hefur félagið gert þrátt fyrir að niðurfellingin væri kærð. „Mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum“ „Eftir að þessi nýja staða kom upp höfum við verið að skoða hvernig málið stendur. Fyrri ákvörðun okkar stendur þar til að annað er ákveðið en það er alveg ljóst að ef að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þá munum við í síðasta lagi þá bregðast við aftur. Annað hefur ekki verið ákveðið,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. KSÍ kom með reglur sem að gilda eingöngu fyrir KSÍ og það er ekki búið að búa til eitthvað fyrir allt sambandið enn þá. Mál eru auðvitað mismunandi og þau ber að túlka á mismunandi hátt. Það er mjög mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum, fyrir alla aðila sem koma að þessu. Við höfum reynt að vanda okkur í því,“ segir Valdimar. Er óvissan um niðurstöðu málsins þá sem sagt ekki næg núna í samanburði við fyrri ákvörðun þegar Eggert var látinn stíga til hliðar? „Við getum alveg haft mismunandi skoðanir á því. Við höfum ekki viljað efnislega blanda okkur inn í málið. Svona er staðan núna og við viljum helst ekki þurfa að fara í eitthvað hlutverk til að dæma á einn eða annan hátt. Þetta eru auðvitað mjög erfið og sorgleg mál og við viljum reyna að taka á þeim eins vel og faglega og við getum,“ segir Valdimar. Besta deild karla FH Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Eggert hefur þar með spilað tvo leiki frá því að í ljós kom síðasta miðvikudag að ákvörðun héraðssóknara um að fella mál hans og Arons niður hefði verið kærð. Hann kom inn á sem varamaður í bikarleik gegn Kára á miðvikudagskvöldinu. Eggert spilaði fyrsta leik FH í Bestu deildinni í vor, 18. apríl, en þá var mál hans enn á borði héraðssaksóknara. Eftir gagnrýni ákváðu FH-ingar að fara fram á það við Eggert að hann stigi til hliðar. Þegar héraðssaksóknari felldi mál hans niður sneri Eggert hins vegar aftur í lið FH og spilaði gegn ÍBV 15. maí. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í síðustu viku viðbragðsáætlun vegna meintra, alvarlegra brota landsliðsmanna. Þar segir að þegar slík mál séu til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi, og/eða samskiptaráðgjafa ÍSÍ, skuli menn stíga til hliðar á meðan. Þessi viðbragðsáætlun kom þannig í veg fyrir að Aron Einar, nú eða Eggert, kæmu til greina í landsliðshópinn sem valinn var í síðustu viku. Ákvörðun stjórnar KSÍ nær hins vegar aðeins til aðila „innan KSÍ“ en ekki til fulltrúa aðildarfélaga sambandsins. FH er því í sjálfsvald sett hvort það leyfir Eggerti að spila og það hefur félagið gert þrátt fyrir að niðurfellingin væri kærð. „Mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum“ „Eftir að þessi nýja staða kom upp höfum við verið að skoða hvernig málið stendur. Fyrri ákvörðun okkar stendur þar til að annað er ákveðið en það er alveg ljóst að ef að málið verður tekið til efnislegrar meðferðar þá munum við í síðasta lagi þá bregðast við aftur. Annað hefur ekki verið ákveðið,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. KSÍ kom með reglur sem að gilda eingöngu fyrir KSÍ og það er ekki búið að búa til eitthvað fyrir allt sambandið enn þá. Mál eru auðvitað mismunandi og þau ber að túlka á mismunandi hátt. Það er mjög mikill ábyrgðarhluti að hlaupa bæði fram og til baka í svona málum, fyrir alla aðila sem koma að þessu. Við höfum reynt að vanda okkur í því,“ segir Valdimar. Er óvissan um niðurstöðu málsins þá sem sagt ekki næg núna í samanburði við fyrri ákvörðun þegar Eggert var látinn stíga til hliðar? „Við getum alveg haft mismunandi skoðanir á því. Við höfum ekki viljað efnislega blanda okkur inn í málið. Svona er staðan núna og við viljum helst ekki þurfa að fara í eitthvað hlutverk til að dæma á einn eða annan hátt. Þetta eru auðvitað mjög erfið og sorgleg mál og við viljum reyna að taka á þeim eins vel og faglega og við getum,“ segir Valdimar.
Besta deild karla FH Íslenski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira