Enski boltinn

Segir að United og Barca hafi komist að samkomulagi en De Jong hafi hafnað

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Frenkie de Jong er ekki á leið til Manchester United ef marka má spænska fótboltablaðamanninn Oriol Domenech.
Frenkie de Jong er ekki á leið til Manchester United ef marka má spænska fótboltablaðamanninn Oriol Domenech. Eric Alonso/Getty Images

Miðjumaðurinn Frenkie de Jong hefur verið sterklega orðaður við Manchester United eftir að Erik ten Hag tók við liðinu. Hann er nú sagður hafa ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Barcelona.

Samkvæmt hinum ýmsu miðlum á Englandi hefur Erik ten Hag mikinn áhuga á því að fá Frenkie de Jong til Manchester United. Þeir unnu saman hjá Ajax og Ten Hag er sagður vera mikill aðdáandi miðjumannsinns.

Þó hafa aðrir bent á að erfitt gæti reynst að sannfæra De Jong um að spila fyrir félag sem ekki tekur þátt í Meistaradeild Evrópu.

Ef marka má spænska fótboltablaðamanninn Oriol Domenech þá hafa Manchester United og Barcelona komist að samkomulagi um kaupverð á De Jong, en leikmaðurinn hefur hins vegar hafnað.

Ten Hag á að hafa haft samband við De Jong og tekið stöðuna á því hvort hann sé reiðubúinn að taka slaginn í Manchester-borg. Samkvæmt Domenech hefur De Jong ekki slegið félagsskipti alveg út af borðinu, en sagði sínum fyrrum þjálfara að hann myndi ekki alta hann í ensku úrvalsdeildina.

De Jong á enn fjögur ár eftir af samningi sínum við Barcelona, en spænska stórveldið gæti þó neyðst til að selja leikmenn þar sem að fjáhagsstaða félagsins er enn erfið.


Tengdar fréttir

Stefnir í að Man Utd mæti með nýja miðju til leiks á næstu leik­tíð

Það virðist sem nýráðinn þjálfari Manchester United hafi ekki mikla trú á núverandi miðju liðsins ef marka má þá leikmenn sem liðið er orðað við þessa dagana. Talið er að Erik ten Hag sé á höttunum á eftir hvorki meira né minna en þremur miðjumönnum um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×