Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 12:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson varpaði fram hugmynd um sameiningu Keflavíkur og Njarðvíkur í viðtali eftir bikarleik liðanna. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Flestir bjuggust við öruggum sigri Keflavíkur er Njarðvíkingar heimsóttu á HS Orku-völlinn í Reykjanesbæ. Liðin eru bæði til húsa í bænum og aðeins 800 metrar á milli heimavalla þeirra. Gestirnir, sem leika í 2. deild karla, virðast þó hafa náð að gíra sig betur í leikinn þar sem Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði þá forystu á 39. mínútu. Færeyingurinn Patrik Johannessen minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé en Magnús Þórir, sem lék með Keflavík um árabil, skoraði sitt annað mark á 63. mínútu áður en Oumar Diouck innsiglaði óvæntan 4-1 sigur Njarðvíkur á grönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvík vinnur Keflavík í fótbolta, hvað þá þegar tvær deildir skilja liðin að. Þótti Nacho Heras, varnarmanni Keflavíkur, tapið svo neyðarlegt að hann sá ástæðu til að biðja stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á Twitter eftir leik. „Mig langar að biðjast afsökunar því að frammistaða okkar var hræðileg í kvöld,“ sagði meðal annars í færslunni sem hefur nú verið eytt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum vonsvikinn en þótti stemningin frábær á meðal þeirra 1.200 áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Í ljósi fjöldans á vellinum kallaði hann eftir sameiningu liðanna tveggja í samtali við Fótbolti.net, því úr geti orðið Suðurnesjastórveldi. „Ég sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net. „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur,“ Keflavík ÍF Mjólkurbikar karla Besta deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Flestir bjuggust við öruggum sigri Keflavíkur er Njarðvíkingar heimsóttu á HS Orku-völlinn í Reykjanesbæ. Liðin eru bæði til húsa í bænum og aðeins 800 metrar á milli heimavalla þeirra. Gestirnir, sem leika í 2. deild karla, virðast þó hafa náð að gíra sig betur í leikinn þar sem Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði þá forystu á 39. mínútu. Færeyingurinn Patrik Johannessen minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé en Magnús Þórir, sem lék með Keflavík um árabil, skoraði sitt annað mark á 63. mínútu áður en Oumar Diouck innsiglaði óvæntan 4-1 sigur Njarðvíkur á grönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvík vinnur Keflavík í fótbolta, hvað þá þegar tvær deildir skilja liðin að. Þótti Nacho Heras, varnarmanni Keflavíkur, tapið svo neyðarlegt að hann sá ástæðu til að biðja stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á Twitter eftir leik. „Mig langar að biðjast afsökunar því að frammistaða okkar var hræðileg í kvöld,“ sagði meðal annars í færslunni sem hefur nú verið eytt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum vonsvikinn en þótti stemningin frábær á meðal þeirra 1.200 áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Í ljósi fjöldans á vellinum kallaði hann eftir sameiningu liðanna tveggja í samtali við Fótbolti.net, því úr geti orðið Suðurnesjastórveldi. „Ég sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net. „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur,“
Keflavík ÍF Mjólkurbikar karla Besta deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira