Erlent

Albanese næsti forsætisráðherra Ástralíu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Anthony Albanese, formaður Verkamannaflokksins, tekur í hendina á kjósanda áður en hann kaus sjálfur í dag.
Anthony Albanese, formaður Verkamannaflokksins, tekur í hendina á kjósanda áður en hann kaus sjálfur í dag. AP/Rick Rycroft

Í dag var fóru fram þingkosningar í Ástralíu þar sem kosið var til setu á neðri deild ástralska þingsins. Verkamannaflokkurinn, leiddur af Anthony Albanese, sigraði kosningarnar. 

Verkamannaflokkurinn hlaut 70 þingmenn af 151 í kosningunum og fengu þeirra helstu andstæðingar í kosningunum, Frjálslyndi flokkurinn, einungis 47 þingmenn.

Þetta þýðir að Anthony Albanese verður næsti forsætisráðherra Ástralíu og tekur við af Scott Morrison, formanni Frjálslynda flokksins.Morrison tók við sem forsætisráðherra árið 2018 eftir deilur innan flokksins. Flokksmenn kusu þá á milli Peter Dutton, þáverandi innanríkisráðherra, og Morrison sem var á þeim tíma fjármálaráðherra. 

Albanese hefur talað fyrir réttindum hinseginfólks og ókeypis heilbrigðisþjónustu í landinu. 


Tengdar fréttir

Boðar til kosninga í maí

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 21. maí næstkomandi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú samtals með 76 þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna til að verja ríkisstjórn falli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.