Erlent

Boðar til kosninga í maí

Atli Ísleifsson skrifar
Scott Morrison er leiðtogi Frjálslynda flokksins í Ástralíu og hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2018.
Scott Morrison er leiðtogi Frjálslynda flokksins í Ástralíu og hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2018. AP

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 21. maí næstkomandi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú samtals með 76 þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna til að verja ríkisstjórn falli.

Skoðanakannanir benda til að stjórnarskipti séu framundan og þá að Verkamannaflokkurinn taki við stjórnartaumunum með formanninn Anthony Albanese þá sem næsti forsætisráðherra. 

Margir hafa þó rifjað upp að í síðustu kosningum hafi mið- og hægriflokkar unnið sigur, þrátt fyrir að skoðanakannanir hafi bent til annars.

Anthony Albanese er formaður ástralska Verkamannaflokksins.AP

Morrison sagði Ástrali nú standa frammi fyrir vali um sterka framtíð eða óvissu. „Þetta er val milli ríkisstjórnar sem þið þekkið eða stjórnarandstöðuflokks Verkamannaflokksins sem þið þekkið ekki,“ sagði Morrison á fréttamannafundi í gær.

Albanese sagði hins vegar að Ástralir „geti og verði að gera betur“ og minnti Morrison á að aðstoðarforsætisráðherra landsins kallaði á dögunum Morrison „hræsnara og lygara“.

Morrison er fyrsti forsætisráðherra Ástalíu til að klára kjörtímabil sitt í embætti frá því að John Howard lét af embætti árið 2007. Hann hafði þá unnið fernar þingkosningar í röð áður en hann laut í lægra haldi fyrir Kevin Rudd og Verkamannaflokknum árið 2007. 

Innanflokksátök hafa svo leitt til ítrekaðra valdaskipta í landinu síðustu ár.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.