Fyrrverandi Spánarkonungur snýr heim úr útlegð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. maí 2022 14:31 Jóhann Karl I, fyrrverandi Spánarkonungur, í Sanxenxo í gær. GettyImages Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, sneri heim úr 2ja ára útlegð um helgina. Þjóð og þing eru klofin í garð konungs, þingmenn vinstri flokkanna kalla hann samviskulausan þjóf, en hægri flokkarnir fagna heimkomu hans. „Lifi konungurinn“ hrópaði fólkið sem var samankomið við Siglingaklúbbinn í Sanxenxo á Norður-Spáni í gær þegar Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, kom þangað til að fylgjast með stærstu siglingakeppni Spánar. Þar með sneri konungurinn fyrrverandi heim úr nær 2ja ára sjálfskipaðri útlegð, en hann flúði land og fór til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar opinber sakamálarannsókn hófst gegn honum fyrir meinta mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Rannsókn á misferli konungs felld niður Þessar rannsóknir voru felldar niður fyrir tveimur mánuðum, ekki af því að hann var saklaus, heldur af því að nánast ómögulegt verður að draga hann fyrir dóm þar sem hann braut af sér sem konungur og því nýtur hann friðhelgi. Og þar með getur hann óhræddur snúið aftur til Spánar. En það eru langt í frá allir Spánverjar jafn ánægðir með endurkomu konungsins aldna. Þingmenn vinstri flokkanna drógu hvergi af sér, kölluðu Jóhann Karl samviskulausan og spilltan þjóf og mörgum finnst ósvífið að hann snúi aftur til Spánar án þess að veita neinar útskýringar á framferði sínu eða biðja þjóðina afsökunar, eins og reyndar nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sagt skorinort í fjölmiðlum í aðdraganda heimsóknarinnar. Þjóðin klofin í afstöðu sinni til konungsins Það er óhætt að segja að spænska þjóðin sé klofin í tvennt gagnvart Jóhanni Karli, á tvo mismunandi vegu. Fjölmiðlar á vinstri vængnum, rétt eins og stjórnmálamenn, fara hörðum orðum um hinn fyrrverandi konung, en hægri miðlar og þingmenn hægri flokkanna segja að manninum sé frjálst að ferðast að vild, öllum rannsóknum hafi verið hætt og því skuldi hann engum neitt. Svo má líka segja að þjóðin skiptist eftir aldri, eldri kynslóðir minna á að konungurinn eigi ríkan þátt í því að lýðræði komst á á Spáni, þegar hann hafi hindrað valdarán hersins árið 1981. Yngri kynslóðir muna eða þekkja þetta síður og leggja meiri áherslu á að hann hafi hegðað sér með ósæmilegum og glæpsamlegum hætti. Hvað sem því líður, þá er konungurinn aldni í heimsókn á Spáni um helgina. Hann heimsækir son sinn, Filippus VI, í konungshöllina í Madrid á mánudag. Þar fær hann þó ekki að gista og að heimsókn lokinni heldur hann aftur í sína sjálfskipuðu útlegð til Abú Dabí þar sem allt útlit er fyrir að hann verji síðustu árum ævi sinnar. Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. 12. mars 2022 14:35 Staðfesta að Jóhann Karl er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, hefur haldið til í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 3. ágúst síðastliðnum síðan hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni. 17. ágúst 2020 16:31 Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag. 3. ágúst 2020 17:43 Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. 8. júlí 2020 21:29 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
„Lifi konungurinn“ hrópaði fólkið sem var samankomið við Siglingaklúbbinn í Sanxenxo á Norður-Spáni í gær þegar Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, kom þangað til að fylgjast með stærstu siglingakeppni Spánar. Þar með sneri konungurinn fyrrverandi heim úr nær 2ja ára sjálfskipaðri útlegð, en hann flúði land og fór til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar opinber sakamálarannsókn hófst gegn honum fyrir meinta mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Rannsókn á misferli konungs felld niður Þessar rannsóknir voru felldar niður fyrir tveimur mánuðum, ekki af því að hann var saklaus, heldur af því að nánast ómögulegt verður að draga hann fyrir dóm þar sem hann braut af sér sem konungur og því nýtur hann friðhelgi. Og þar með getur hann óhræddur snúið aftur til Spánar. En það eru langt í frá allir Spánverjar jafn ánægðir með endurkomu konungsins aldna. Þingmenn vinstri flokkanna drógu hvergi af sér, kölluðu Jóhann Karl samviskulausan og spilltan þjóf og mörgum finnst ósvífið að hann snúi aftur til Spánar án þess að veita neinar útskýringar á framferði sínu eða biðja þjóðina afsökunar, eins og reyndar nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sagt skorinort í fjölmiðlum í aðdraganda heimsóknarinnar. Þjóðin klofin í afstöðu sinni til konungsins Það er óhætt að segja að spænska þjóðin sé klofin í tvennt gagnvart Jóhanni Karli, á tvo mismunandi vegu. Fjölmiðlar á vinstri vængnum, rétt eins og stjórnmálamenn, fara hörðum orðum um hinn fyrrverandi konung, en hægri miðlar og þingmenn hægri flokkanna segja að manninum sé frjálst að ferðast að vild, öllum rannsóknum hafi verið hætt og því skuldi hann engum neitt. Svo má líka segja að þjóðin skiptist eftir aldri, eldri kynslóðir minna á að konungurinn eigi ríkan þátt í því að lýðræði komst á á Spáni, þegar hann hafi hindrað valdarán hersins árið 1981. Yngri kynslóðir muna eða þekkja þetta síður og leggja meiri áherslu á að hann hafi hegðað sér með ósæmilegum og glæpsamlegum hætti. Hvað sem því líður, þá er konungurinn aldni í heimsókn á Spáni um helgina. Hann heimsækir son sinn, Filippus VI, í konungshöllina í Madrid á mánudag. Þar fær hann þó ekki að gista og að heimsókn lokinni heldur hann aftur í sína sjálfskipuðu útlegð til Abú Dabí þar sem allt útlit er fyrir að hann verji síðustu árum ævi sinnar.
Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. 12. mars 2022 14:35 Staðfesta að Jóhann Karl er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, hefur haldið til í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 3. ágúst síðastliðnum síðan hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni. 17. ágúst 2020 16:31 Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag. 3. ágúst 2020 17:43 Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. 8. júlí 2020 21:29 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. 12. mars 2022 14:35
Staðfesta að Jóhann Karl er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, hefur haldið til í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 3. ágúst síðastliðnum síðan hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni. 17. ágúst 2020 16:31
Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag. 3. ágúst 2020 17:43
Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. 8. júlí 2020 21:29