Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 13:30 Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki ásamt liðsfélaga sínum Kate Longhurst í leik West Ham á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili. Getty/Bradley Collyer Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. West Ham sagði frá því á heimasíðu að Dagný hafi skrifað undir samning til ársins 2024 en þá verður hún á 33. aldursári. Dagný spilaði 29 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og aðeins einn annar leikmaður liðsins spilaði fleiri leiki. Hún varð markahæst, ásamt Claudia Walker, með sex mörk þrátt fyrir að spila miðjunni. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Dagný skoraði mikilvæg mörk gegn Reading, Everton og Tottenham Hotspur. Hún fagnaði samningnum í viðtali við heimasíðu West Ham. „Ég er mjög ánægð að geta spilað áfram með West Ham United. Ég hef haft virkilega gaman af tíma mínum hér undanfarið eitt og hálfa árið og ég hlakka til að búa til fleiri minningar í vínrauða og bláa búningnum,“ sagði Dagný. „Það er fjölskylduandi í félaginu og þeir styðja svo vel við mig sem mömmu með Brynjar son minn. West Ham hefur séð til að þetta er eins og annað heimili fyrir mig og fjölskyldu mína síðan ég kom. Það að ég hef verið stuðningsmaður félagsins alla tíð á mikinn þátt í því,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á þær framfarir sem við höfðum náð á nýloknu tímabili,“ sagði Dagný. „Við erum mjög ánægðir með að Dagný hefur ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár. Koma hennar í janúar 2021 var hvatinn af þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið hjá félaginu enda er hún leiðtogi sem lætur verkin tala innan sem utan vallar,“ sagði Aidan Boxall framkvæmdastjóri West Ham. „Fagmennska hennar og reynsla hefur verið skínandi dæmi fyrir unga leikmenn okkar og hún hefur líka skorað mikilvæg mörk og gefið mikilvægar stoðsendingar á þessu tímabili,“ sagði Boxall. „Dagný er líka fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur. Hún sýnir að þú getur bæði verið atvinnuíþróttamaður og móðir á sama tíma. Hún hefur verið stuðningsmaður Hammers alla tíð og er nú leiðtogi hjá uppáhaldsfélaginu sínu. Dagný er frábært dæmi um að draumar geta ræst ef þú leggur nógu mikið á þig,“ sagði Boxall. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
West Ham sagði frá því á heimasíðu að Dagný hafi skrifað undir samning til ársins 2024 en þá verður hún á 33. aldursári. Dagný spilaði 29 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og aðeins einn annar leikmaður liðsins spilaði fleiri leiki. Hún varð markahæst, ásamt Claudia Walker, með sex mörk þrátt fyrir að spila miðjunni. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Dagný skoraði mikilvæg mörk gegn Reading, Everton og Tottenham Hotspur. Hún fagnaði samningnum í viðtali við heimasíðu West Ham. „Ég er mjög ánægð að geta spilað áfram með West Ham United. Ég hef haft virkilega gaman af tíma mínum hér undanfarið eitt og hálfa árið og ég hlakka til að búa til fleiri minningar í vínrauða og bláa búningnum,“ sagði Dagný. „Það er fjölskylduandi í félaginu og þeir styðja svo vel við mig sem mömmu með Brynjar son minn. West Ham hefur séð til að þetta er eins og annað heimili fyrir mig og fjölskyldu mína síðan ég kom. Það að ég hef verið stuðningsmaður félagsins alla tíð á mikinn þátt í því,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á þær framfarir sem við höfðum náð á nýloknu tímabili,“ sagði Dagný. „Við erum mjög ánægðir með að Dagný hefur ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár. Koma hennar í janúar 2021 var hvatinn af þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið hjá félaginu enda er hún leiðtogi sem lætur verkin tala innan sem utan vallar,“ sagði Aidan Boxall framkvæmdastjóri West Ham. „Fagmennska hennar og reynsla hefur verið skínandi dæmi fyrir unga leikmenn okkar og hún hefur líka skorað mikilvæg mörk og gefið mikilvægar stoðsendingar á þessu tímabili,“ sagði Boxall. „Dagný er líka fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur. Hún sýnir að þú getur bæði verið atvinnuíþróttamaður og móðir á sama tíma. Hún hefur verið stuðningsmaður Hammers alla tíð og er nú leiðtogi hjá uppáhaldsfélaginu sínu. Dagný er frábært dæmi um að draumar geta ræst ef þú leggur nógu mikið á þig,“ sagði Boxall. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira