Lampard: Ein besta stund fótboltaferilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2022 23:00 Frank Lampard hfaði svo sannarlega ástæðu til að fagna í kvöld. Michael Regan/Getty Images Frank Lampart, þjálfari Everton, var skiljanlega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. „Þetta er ein besta stund fótboltaferilsins,“ sagði Lampard kátur í leikslok. „Ég hef verið mjög heppinn og átt frábærar stundir, sérstaklega hjá Chelsea sem leikmaður og þjálfari. En þegar maður finnur þessar tilfinningar og þessa örvæntingu sem fallbaráttan færir þér þá er það allt annað. Þú þarft að grafa djúpt. Þú tapar leikjum, berst fyrir því að gera betur, en tapar svo öðrum leik. Fólk heldur að maður eigi að fljúga upp töfluna en það er aldrei þannig.“ „Að koma hingað með þetta magnaða starfslið, jákvætt fólk sem leggur svo mikið á sig, og reyna að breyta hlutunum og fá viðbrögð frá leikmönnum, frá stuðningsmönnum, og finna þessa samheldni þegar við litum út fyrir að vera sundraðir. Þessi klúbbur er sérstakur og ég er stoltur að vera þjálfari Everton í kvöld.“ Lampard var langt frá því að vera hættur og átti í stökustu vandræðum með að lýsa tilfinningum sínum. „Mér leið eins og ég væri að fara að gráta þegar leikurinn var flautaður af. Ég hélt að ég myndi hoppa út úr líkamanum. Það efast engin um fagnaðarlætin eftir leikinn. Það er auðvelt að segja: „En þú vannst ekki neitt,“ en vitiði hvað? Prófiði að koma að vinna fyrir þetta félag í nokkra mánuði og sjáið vandamálin og hvað það þýðir fyrir þetta fólk að halda sætinu í deildinni.“ „Sjáiði okkur þegar við erum 2-0 undir í hálfleik að spila ömurlega, fáum á okkur fáránlegt mark, en karakterinn sem við sýnum svo í seinni hálfleik. Sjáiði bara alla stuðningsmennina á vellinum að skemmta sér konunglega. Það voru þeir sem komu okkur yfir línuna. Þeir hafa verið meira en tólfti maðurinn. En leikmennirnir eiga líka skilið risastórt hrós. Þetta var magnað kvöld,“ sagði kampakátur Lampard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
„Þetta er ein besta stund fótboltaferilsins,“ sagði Lampard kátur í leikslok. „Ég hef verið mjög heppinn og átt frábærar stundir, sérstaklega hjá Chelsea sem leikmaður og þjálfari. En þegar maður finnur þessar tilfinningar og þessa örvæntingu sem fallbaráttan færir þér þá er það allt annað. Þú þarft að grafa djúpt. Þú tapar leikjum, berst fyrir því að gera betur, en tapar svo öðrum leik. Fólk heldur að maður eigi að fljúga upp töfluna en það er aldrei þannig.“ „Að koma hingað með þetta magnaða starfslið, jákvætt fólk sem leggur svo mikið á sig, og reyna að breyta hlutunum og fá viðbrögð frá leikmönnum, frá stuðningsmönnum, og finna þessa samheldni þegar við litum út fyrir að vera sundraðir. Þessi klúbbur er sérstakur og ég er stoltur að vera þjálfari Everton í kvöld.“ Lampard var langt frá því að vera hættur og átti í stökustu vandræðum með að lýsa tilfinningum sínum. „Mér leið eins og ég væri að fara að gráta þegar leikurinn var flautaður af. Ég hélt að ég myndi hoppa út úr líkamanum. Það efast engin um fagnaðarlætin eftir leikinn. Það er auðvelt að segja: „En þú vannst ekki neitt,“ en vitiði hvað? Prófiði að koma að vinna fyrir þetta félag í nokkra mánuði og sjáið vandamálin og hvað það þýðir fyrir þetta fólk að halda sætinu í deildinni.“ „Sjáiði okkur þegar við erum 2-0 undir í hálfleik að spila ömurlega, fáum á okkur fáránlegt mark, en karakterinn sem við sýnum svo í seinni hálfleik. Sjáiði bara alla stuðningsmennina á vellinum að skemmta sér konunglega. Það voru þeir sem komu okkur yfir línuna. Þeir hafa verið meira en tólfti maðurinn. En leikmennirnir eiga líka skilið risastórt hrós. Þetta var magnað kvöld,“ sagði kampakátur Lampard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira