Lampard: Ein besta stund fótboltaferilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2022 23:00 Frank Lampard hfaði svo sannarlega ástæðu til að fagna í kvöld. Michael Regan/Getty Images Frank Lampart, þjálfari Everton, var skiljanlega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. „Þetta er ein besta stund fótboltaferilsins,“ sagði Lampard kátur í leikslok. „Ég hef verið mjög heppinn og átt frábærar stundir, sérstaklega hjá Chelsea sem leikmaður og þjálfari. En þegar maður finnur þessar tilfinningar og þessa örvæntingu sem fallbaráttan færir þér þá er það allt annað. Þú þarft að grafa djúpt. Þú tapar leikjum, berst fyrir því að gera betur, en tapar svo öðrum leik. Fólk heldur að maður eigi að fljúga upp töfluna en það er aldrei þannig.“ „Að koma hingað með þetta magnaða starfslið, jákvætt fólk sem leggur svo mikið á sig, og reyna að breyta hlutunum og fá viðbrögð frá leikmönnum, frá stuðningsmönnum, og finna þessa samheldni þegar við litum út fyrir að vera sundraðir. Þessi klúbbur er sérstakur og ég er stoltur að vera þjálfari Everton í kvöld.“ Lampard var langt frá því að vera hættur og átti í stökustu vandræðum með að lýsa tilfinningum sínum. „Mér leið eins og ég væri að fara að gráta þegar leikurinn var flautaður af. Ég hélt að ég myndi hoppa út úr líkamanum. Það efast engin um fagnaðarlætin eftir leikinn. Það er auðvelt að segja: „En þú vannst ekki neitt,“ en vitiði hvað? Prófiði að koma að vinna fyrir þetta félag í nokkra mánuði og sjáið vandamálin og hvað það þýðir fyrir þetta fólk að halda sætinu í deildinni.“ „Sjáiði okkur þegar við erum 2-0 undir í hálfleik að spila ömurlega, fáum á okkur fáránlegt mark, en karakterinn sem við sýnum svo í seinni hálfleik. Sjáiði bara alla stuðningsmennina á vellinum að skemmta sér konunglega. Það voru þeir sem komu okkur yfir línuna. Þeir hafa verið meira en tólfti maðurinn. En leikmennirnir eiga líka skilið risastórt hrós. Þetta var magnað kvöld,“ sagði kampakátur Lampard að lokum. Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
„Þetta er ein besta stund fótboltaferilsins,“ sagði Lampard kátur í leikslok. „Ég hef verið mjög heppinn og átt frábærar stundir, sérstaklega hjá Chelsea sem leikmaður og þjálfari. En þegar maður finnur þessar tilfinningar og þessa örvæntingu sem fallbaráttan færir þér þá er það allt annað. Þú þarft að grafa djúpt. Þú tapar leikjum, berst fyrir því að gera betur, en tapar svo öðrum leik. Fólk heldur að maður eigi að fljúga upp töfluna en það er aldrei þannig.“ „Að koma hingað með þetta magnaða starfslið, jákvætt fólk sem leggur svo mikið á sig, og reyna að breyta hlutunum og fá viðbrögð frá leikmönnum, frá stuðningsmönnum, og finna þessa samheldni þegar við litum út fyrir að vera sundraðir. Þessi klúbbur er sérstakur og ég er stoltur að vera þjálfari Everton í kvöld.“ Lampard var langt frá því að vera hættur og átti í stökustu vandræðum með að lýsa tilfinningum sínum. „Mér leið eins og ég væri að fara að gráta þegar leikurinn var flautaður af. Ég hélt að ég myndi hoppa út úr líkamanum. Það efast engin um fagnaðarlætin eftir leikinn. Það er auðvelt að segja: „En þú vannst ekki neitt,“ en vitiði hvað? Prófiði að koma að vinna fyrir þetta félag í nokkra mánuði og sjáið vandamálin og hvað það þýðir fyrir þetta fólk að halda sætinu í deildinni.“ „Sjáiði okkur þegar við erum 2-0 undir í hálfleik að spila ömurlega, fáum á okkur fáránlegt mark, en karakterinn sem við sýnum svo í seinni hálfleik. Sjáiði bara alla stuðningsmennina á vellinum að skemmta sér konunglega. Það voru þeir sem komu okkur yfir línuna. Þeir hafa verið meira en tólfti maðurinn. En leikmennirnir eiga líka skilið risastórt hrós. Þetta var magnað kvöld,“ sagði kampakátur Lampard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira