Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna sinna í Maríupól Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2022 10:02 Rússneskirhermenn í Maríupól. AP Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin. Þetta segja bandarískir embættismenn sem segjast hafa komið höndum yfir leynilegar upplýsingar sem bendi til þessa. Meðal annars hafi hermenn barið og pyntað fólk og farið ránshendi um borgina, samkvæmt því sem AP fréttaveitan hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni. Rússar hófu snemma í innrás þeirra í Úkraínu umsátur um borgina og gerðu umfangsmiklar stórskotaliðsárásir á hana. Á þeim tæpu þremur mánuðum sem bardagar hafa staðið yfir hafa Rússar verið sakaðir um að valda gífurlegu mannfalli meðal almennra borgara. Þann 9. mars gerðu Rússar loftárás á fæðingardeild á sjúkrahúsi í Maríupól sem vakti athygli um heim allan. Sjá einnig: Segir Rússa hafa rænt áhrifavaldinum sem lifði af árásina á fæðingarspítalann Um það bil viku síður sprengdu þeir sögufrægt leikhús í borginni sem íbúar notuðu sem sprengjuskýli. Allt að sex hundruð manns dóu í þeirri árás. Sjá einnig: Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sömuleiðis standa Rússar frammi fyrir trúverðugum ásökunum um ýmis ódæði og jafnvel stríðsglæpi í norðurhluta Úkraínu, eins og í Bucha og víðar, þar sem rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að myrða almenna borgara í massavís. Úkraínskir hermenn hafa staðið í hárinu á hersveitum Rússa en síðustu verjendur borgarinnar halda nú til í Azovstal-verksmiðjunni og hafa verið umkringdir þar í nokkrar vikur. Einhverjir þeirra hafa gefist upp á síðustu dögum en óljóst er hve margir. Þá er óljóst hvað verður um þá en Úkraínumenn hafa sagt að til standi að halda fangaskipti en Rússar hafa gefið til kynna að það standi ekki til. Þess í stað eigi að rétta yfir hermönnunum, eða allavega einhverjum þeirra, og mögulega taka af lífi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. 18. maí 2022 11:37 Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. 18. maí 2022 06:43 Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. 23. apríl 2022 15:18 Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Þetta segja bandarískir embættismenn sem segjast hafa komið höndum yfir leynilegar upplýsingar sem bendi til þessa. Meðal annars hafi hermenn barið og pyntað fólk og farið ránshendi um borgina, samkvæmt því sem AP fréttaveitan hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni. Rússar hófu snemma í innrás þeirra í Úkraínu umsátur um borgina og gerðu umfangsmiklar stórskotaliðsárásir á hana. Á þeim tæpu þremur mánuðum sem bardagar hafa staðið yfir hafa Rússar verið sakaðir um að valda gífurlegu mannfalli meðal almennra borgara. Þann 9. mars gerðu Rússar loftárás á fæðingardeild á sjúkrahúsi í Maríupól sem vakti athygli um heim allan. Sjá einnig: Segir Rússa hafa rænt áhrifavaldinum sem lifði af árásina á fæðingarspítalann Um það bil viku síður sprengdu þeir sögufrægt leikhús í borginni sem íbúar notuðu sem sprengjuskýli. Allt að sex hundruð manns dóu í þeirri árás. Sjá einnig: Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sömuleiðis standa Rússar frammi fyrir trúverðugum ásökunum um ýmis ódæði og jafnvel stríðsglæpi í norðurhluta Úkraínu, eins og í Bucha og víðar, þar sem rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að myrða almenna borgara í massavís. Úkraínskir hermenn hafa staðið í hárinu á hersveitum Rússa en síðustu verjendur borgarinnar halda nú til í Azovstal-verksmiðjunni og hafa verið umkringdir þar í nokkrar vikur. Einhverjir þeirra hafa gefist upp á síðustu dögum en óljóst er hve margir. Þá er óljóst hvað verður um þá en Úkraínumenn hafa sagt að til standi að halda fangaskipti en Rússar hafa gefið til kynna að það standi ekki til. Þess í stað eigi að rétta yfir hermönnunum, eða allavega einhverjum þeirra, og mögulega taka af lífi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. 18. maí 2022 11:37 Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. 18. maí 2022 06:43 Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. 23. apríl 2022 15:18 Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. 18. maí 2022 11:37
Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. 18. maí 2022 06:43
Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. 23. apríl 2022 15:18
Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði. 7. apríl 2022 23:40
Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51