Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2022 22:09 Biden-hjónin heimsóttu vettvang skotárásarinnar í Buffalo í New York-ríki í dag. Fjöldi blómvanda hafði verið lagður þar til minningar um fórnarlömbin tíu. AP/Matt Rourke Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. Morðinginn gerði sér sérstaka ferð í hverfi Buffalo þar sem meirihluti íbúa er svartur og hóf skothríð með árásarriffli á laugardaginn. Hann særði þrjá til viðbótar við þá tíu sem hann myrti. Lögreglan segir að morðin hafi hann framið öfgafullri kynþáttahyggju. Biden lýsti gjörðum morðingjans sem hryðjuverki þegar hann og Jill eiginkona hans vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hvít þjóðernishyggja er eitur. Hún er raunverulegt eitur sem rennur um stjórnmálin okkar. Við verðum að segja það eins skýrt og afdráttarlaust og við getum að hugmyndafræði hvítrar þjóðernishyggju á ekki heima í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn. Alið á hatri og ótta Ungi maðurinn birti meðal annars langt plagg á netinu þar sem hann fór mikinn um samsæriskenningu bandarískra hvítra þjóðernissinna um að verið sé að skipta hvítu fólki út fyrir minnihlutahópa með innflutningi fólks til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Sú kenning, eða afbrigði hennar, hafa náð töluverðri útbreiðslu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa talað um innflytjendamál á slíkum nótum og þá hefur Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, ítrekað daðrað við slíka hugmyndafræði á öldum ljósvakans. „Hatur og ótti fá alltaf of mikið súrefni frá þeim sem þykjast elska Bandaríkin,“ sagði Biden í Buffalo án þess þó að nafngreina nokkurn sem hann taldi ábyrgan. Joe Biden Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Morðinginn gerði sér sérstaka ferð í hverfi Buffalo þar sem meirihluti íbúa er svartur og hóf skothríð með árásarriffli á laugardaginn. Hann særði þrjá til viðbótar við þá tíu sem hann myrti. Lögreglan segir að morðin hafi hann framið öfgafullri kynþáttahyggju. Biden lýsti gjörðum morðingjans sem hryðjuverki þegar hann og Jill eiginkona hans vottuðu fórnarlömbunum virðingu sína í dag, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Hvít þjóðernishyggja er eitur. Hún er raunverulegt eitur sem rennur um stjórnmálin okkar. Við verðum að segja það eins skýrt og afdráttarlaust og við getum að hugmyndafræði hvítrar þjóðernishyggju á ekki heima í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn. Alið á hatri og ótta Ungi maðurinn birti meðal annars langt plagg á netinu þar sem hann fór mikinn um samsæriskenningu bandarískra hvítra þjóðernissinna um að verið sé að skipta hvítu fólki út fyrir minnihlutahópa með innflutningi fólks til Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Sú kenning, eða afbrigði hennar, hafa náð töluverðri útbreiðslu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Ýmsir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa talað um innflytjendamál á slíkum nótum og þá hefur Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar, ítrekað daðrað við slíka hugmyndafræði á öldum ljósvakans. „Hatur og ótti fá alltaf of mikið súrefni frá þeim sem þykjast elska Bandaríkin,“ sagði Biden í Buffalo án þess þó að nafngreina nokkurn sem hann taldi ábyrgan.
Joe Biden Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. 16. maí 2022 07:43
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46