Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2022 07:43 Fólk syrgir við Tops-matvöruverslunina. Flest fórnarlambanna voru svartir einstaklingar á efri árum. AP/Matt Rourke „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. Næstum öll fórnarlamba árásarinnar voru svört. Payton S. Gendron var ekki á „radar“ yfirvalda, þrátt fyrir að hafa áður haft í hótunum og verið látinn gangast undir geðmat. Fyrir nærri ári síðan hafði hann svarað spurningu um fyrirætlanir sínar eftir útskrift á þann veg að hann ætlaði að fremja morð og taka eigið líf í framhaldinu. Gendron var í kjölfarið látinn sæta geðmati sem stóð yfir í um einn og hálfan sólahring en hann sagði svör sína hafa verið brandara og var látinn laus, án eftirmála. Heimsótti verslunina daginn áður til að undirbúa sig Gendron hafði tjáð hatur sitt á svörtum og gyðingum í netheimum og virðist hafa aðhyllst kenningar um að hvítt fólk í Bandaríkjunum ætti á hættu að verða „skipt út“ fyrir innflytjendur. Þá hafði hann lýst aðdáun sinni á öðrum fjöldamorðingjum. Hann ferðaðist langa leið til að láta til skarar skríða á stað þar sem hann gæti valdið sem mestum skaða; þar sem sem flesta svarta væri að finna. Lögregla segist raunar vita að hann hafi verið búinn að undirbúa sig vel og heimsækja verslunina daginn áður. Lögreglumaður ræðir við börn á vettvangi.AP/Joshua Bessex Gendron var klæddur í skotheldan búnað þegar hann steig úr bifreið sinni fyrir utan verslunina Tops og hóf að skjóta. Byssuna hafði hann fengið eftir löglegum leiðum og á hjálminum sem hann bar á höfðinu hafði hann komið fyrir myndavél til að geta streymt árásinni á netinu. Fjögur fórnarlambanna mættu örlögum sínum fyrir utan verslunina en níu inni. Meðal látnu voru öryggisvörðurinn Aaron Salter Jr., sem skaut á móti, og þrír aðrir starfsmenn. Roberta Drury, sem var að versla í kvöldmatinn, var 32 ára en hin á aldrinum 52 til 86 ára. Segir samfélagsmiðla leyfa fordómum og hatri að grassera „Ekki segja mér að þú sért vinur samfélagsins okkar og taka svo ekki á þessu í predikunarstólnum í dag,“ sagði Darius Pridgen, prestur í True Bethel Baptist Church, í gær og beindi orðum sínum til hvítra presta í Buffalo og út um öll Bandaríkin. Mikil reiði og sorg ríkir í Buffalo vegna árásarinnar. „Ef þið standið ekki fyrir aftan þessi heilögu borð og viðurkennið að það er enn til fólk sem hatar svarta þá getið þið farið til helvítis með árásarmanninum, fyrir mér. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ertu ekki vinur minn ef þú þegir,“ sagði Pridgen. Ríkisstjórinn Kathy Hochul fordæmdi árásina í gær en sagðist ekki síður reið út í þá samskiptamiðla sem leyfðu fordómum og hatri grassera. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill eru sögð munu heimsækja Buffalo í dag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Næstum öll fórnarlamba árásarinnar voru svört. Payton S. Gendron var ekki á „radar“ yfirvalda, þrátt fyrir að hafa áður haft í hótunum og verið látinn gangast undir geðmat. Fyrir nærri ári síðan hafði hann svarað spurningu um fyrirætlanir sínar eftir útskrift á þann veg að hann ætlaði að fremja morð og taka eigið líf í framhaldinu. Gendron var í kjölfarið látinn sæta geðmati sem stóð yfir í um einn og hálfan sólahring en hann sagði svör sína hafa verið brandara og var látinn laus, án eftirmála. Heimsótti verslunina daginn áður til að undirbúa sig Gendron hafði tjáð hatur sitt á svörtum og gyðingum í netheimum og virðist hafa aðhyllst kenningar um að hvítt fólk í Bandaríkjunum ætti á hættu að verða „skipt út“ fyrir innflytjendur. Þá hafði hann lýst aðdáun sinni á öðrum fjöldamorðingjum. Hann ferðaðist langa leið til að láta til skarar skríða á stað þar sem hann gæti valdið sem mestum skaða; þar sem sem flesta svarta væri að finna. Lögregla segist raunar vita að hann hafi verið búinn að undirbúa sig vel og heimsækja verslunina daginn áður. Lögreglumaður ræðir við börn á vettvangi.AP/Joshua Bessex Gendron var klæddur í skotheldan búnað þegar hann steig úr bifreið sinni fyrir utan verslunina Tops og hóf að skjóta. Byssuna hafði hann fengið eftir löglegum leiðum og á hjálminum sem hann bar á höfðinu hafði hann komið fyrir myndavél til að geta streymt árásinni á netinu. Fjögur fórnarlambanna mættu örlögum sínum fyrir utan verslunina en níu inni. Meðal látnu voru öryggisvörðurinn Aaron Salter Jr., sem skaut á móti, og þrír aðrir starfsmenn. Roberta Drury, sem var að versla í kvöldmatinn, var 32 ára en hin á aldrinum 52 til 86 ára. Segir samfélagsmiðla leyfa fordómum og hatri að grassera „Ekki segja mér að þú sért vinur samfélagsins okkar og taka svo ekki á þessu í predikunarstólnum í dag,“ sagði Darius Pridgen, prestur í True Bethel Baptist Church, í gær og beindi orðum sínum til hvítra presta í Buffalo og út um öll Bandaríkin. Mikil reiði og sorg ríkir í Buffalo vegna árásarinnar. „Ef þið standið ekki fyrir aftan þessi heilögu borð og viðurkennið að það er enn til fólk sem hatar svarta þá getið þið farið til helvítis með árásarmanninum, fyrir mér. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ertu ekki vinur minn ef þú þegir,“ sagði Pridgen. Ríkisstjórinn Kathy Hochul fordæmdi árásina í gær en sagðist ekki síður reið út í þá samskiptamiðla sem leyfðu fordómum og hatri grassera. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill eru sögð munu heimsækja Buffalo í dag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira