Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2022 14:46 Payton Gendron í dómsal í nótt. AP/Mark Mulville Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. Ellefu af þeim þrettán sem hann skaut voru dökkir á hörund. Hann skaut fjóra fyrir utan verslun í Buffalo, þar af þrjá sem dóu, og fór svo inn í verslunina þar sem hann hélt skothríðinni áfram. „Þetta var bókstaflega glæpur sem framinn var vegna haturs,“ hefur New York Times eftir John Garcia, fógeta. Hann lýsti fjöldamorðinu sem „hreinni illsku“. AP fréttaveitan segir að meðal hinna látnu sé Aaron Salter, fyrrverandi lögregluþjónn sem starfaði sem öryggisvörður í versluninni. Hann skaut nokkrum skotum að árásarmanninum og hæfði hann einu sinni en Gendron var í skotheldu vesti og særðist ekki. Hann skaut öryggisvörðinn til bana. Hin 86 ára gamla Ruth Whitfield var einnig meðal hinna látnu. Var í beinni útsendingu Gendron sýndi árásina í beinni útsendingu á netinu með myndavél sem hann hafði komið fyrir á hjálmi sínum. Forsvarsmenn Twitch, þar sem hann streymdi frá árásinni, segja þó að lokað hafi verið á útsendinguna innan við tveimur mínútum eftir að skothríðin hófst. Árásarmaðurinn virðist aðhyllast kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Það er samkvæmt löngu skjali sem hann birti á netinu skömmu fyrir árásina. Í skjalinu lýsti hann einnig vilja sínum til að myrða svart þeldökkt fólk. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Hér má sjá myndband frá því þegar Gendron var færður fyrir dómara í nótt. Gendron hafði skrifað á byssu sína og var skriftin sýnileg á myndbandi hans. Meðal annars hafði hann skrifað N-orðið svokallaða og einnig: „Hér eru bæturnar ykkar“, og vísaði hann þar til umræðu um að afkomendur þræla í Bandaríkjunum ættu að fá bætur frá ríkinu. Hann hafði einnig skrifað töluna fjórtán á byssuna. Það er sömuleiðis tilvísun í slagorð hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Þegar lögregluþjóna bar að garði beindi Gendron byssu sinni fyrst að sjálfum sér en lögregluþjónar fengu hann til að leggja hana frá sér og gefast upp. Hann var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli með margra skota magasín, sem ólöglegt er í New York. Hér að neðan má sjá upphaf streymis Gendron, áður en árásin hófst. Það síðasta sem hann sagði áður en hann fór úr bíl sínum og skaut konu var: „Maður verður bara að vaða í þetta, er það ekki? Þetta er endirinn. Hér.“ Moments before the shooter opened fire on people loading their groceries in their car in front of the store. (Not graphic, cuts before gunfire erupts.) pic.twitter.com/b2efL7zShq— Doge (@IntelDoge) May 14, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ellefu af þeim þrettán sem hann skaut voru dökkir á hörund. Hann skaut fjóra fyrir utan verslun í Buffalo, þar af þrjá sem dóu, og fór svo inn í verslunina þar sem hann hélt skothríðinni áfram. „Þetta var bókstaflega glæpur sem framinn var vegna haturs,“ hefur New York Times eftir John Garcia, fógeta. Hann lýsti fjöldamorðinu sem „hreinni illsku“. AP fréttaveitan segir að meðal hinna látnu sé Aaron Salter, fyrrverandi lögregluþjónn sem starfaði sem öryggisvörður í versluninni. Hann skaut nokkrum skotum að árásarmanninum og hæfði hann einu sinni en Gendron var í skotheldu vesti og særðist ekki. Hann skaut öryggisvörðinn til bana. Hin 86 ára gamla Ruth Whitfield var einnig meðal hinna látnu. Var í beinni útsendingu Gendron sýndi árásina í beinni útsendingu á netinu með myndavél sem hann hafði komið fyrir á hjálmi sínum. Forsvarsmenn Twitch, þar sem hann streymdi frá árásinni, segja þó að lokað hafi verið á útsendinguna innan við tveimur mínútum eftir að skothríðin hófst. Árásarmaðurinn virðist aðhyllast kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Það er samkvæmt löngu skjali sem hann birti á netinu skömmu fyrir árásina. Í skjalinu lýsti hann einnig vilja sínum til að myrða svart þeldökkt fólk. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Hér má sjá myndband frá því þegar Gendron var færður fyrir dómara í nótt. Gendron hafði skrifað á byssu sína og var skriftin sýnileg á myndbandi hans. Meðal annars hafði hann skrifað N-orðið svokallaða og einnig: „Hér eru bæturnar ykkar“, og vísaði hann þar til umræðu um að afkomendur þræla í Bandaríkjunum ættu að fá bætur frá ríkinu. Hann hafði einnig skrifað töluna fjórtán á byssuna. Það er sömuleiðis tilvísun í slagorð hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Þegar lögregluþjóna bar að garði beindi Gendron byssu sinni fyrst að sjálfum sér en lögregluþjónar fengu hann til að leggja hana frá sér og gefast upp. Hann var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli með margra skota magasín, sem ólöglegt er í New York. Hér að neðan má sjá upphaf streymis Gendron, áður en árásin hófst. Það síðasta sem hann sagði áður en hann fór úr bíl sínum og skaut konu var: „Maður verður bara að vaða í þetta, er það ekki? Þetta er endirinn. Hér.“ Moments before the shooter opened fire on people loading their groceries in their car in front of the store. (Not graphic, cuts before gunfire erupts.) pic.twitter.com/b2efL7zShq— Doge (@IntelDoge) May 14, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29