Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2022 14:46 Payton Gendron í dómsal í nótt. AP/Mark Mulville Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. Ellefu af þeim þrettán sem hann skaut voru dökkir á hörund. Hann skaut fjóra fyrir utan verslun í Buffalo, þar af þrjá sem dóu, og fór svo inn í verslunina þar sem hann hélt skothríðinni áfram. „Þetta var bókstaflega glæpur sem framinn var vegna haturs,“ hefur New York Times eftir John Garcia, fógeta. Hann lýsti fjöldamorðinu sem „hreinni illsku“. AP fréttaveitan segir að meðal hinna látnu sé Aaron Salter, fyrrverandi lögregluþjónn sem starfaði sem öryggisvörður í versluninni. Hann skaut nokkrum skotum að árásarmanninum og hæfði hann einu sinni en Gendron var í skotheldu vesti og særðist ekki. Hann skaut öryggisvörðinn til bana. Hin 86 ára gamla Ruth Whitfield var einnig meðal hinna látnu. Var í beinni útsendingu Gendron sýndi árásina í beinni útsendingu á netinu með myndavél sem hann hafði komið fyrir á hjálmi sínum. Forsvarsmenn Twitch, þar sem hann streymdi frá árásinni, segja þó að lokað hafi verið á útsendinguna innan við tveimur mínútum eftir að skothríðin hófst. Árásarmaðurinn virðist aðhyllast kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Það er samkvæmt löngu skjali sem hann birti á netinu skömmu fyrir árásina. Í skjalinu lýsti hann einnig vilja sínum til að myrða svart þeldökkt fólk. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Hér má sjá myndband frá því þegar Gendron var færður fyrir dómara í nótt. Gendron hafði skrifað á byssu sína og var skriftin sýnileg á myndbandi hans. Meðal annars hafði hann skrifað N-orðið svokallaða og einnig: „Hér eru bæturnar ykkar“, og vísaði hann þar til umræðu um að afkomendur þræla í Bandaríkjunum ættu að fá bætur frá ríkinu. Hann hafði einnig skrifað töluna fjórtán á byssuna. Það er sömuleiðis tilvísun í slagorð hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Þegar lögregluþjóna bar að garði beindi Gendron byssu sinni fyrst að sjálfum sér en lögregluþjónar fengu hann til að leggja hana frá sér og gefast upp. Hann var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli með margra skota magasín, sem ólöglegt er í New York. Hér að neðan má sjá upphaf streymis Gendron, áður en árásin hófst. Það síðasta sem hann sagði áður en hann fór úr bíl sínum og skaut konu var: „Maður verður bara að vaða í þetta, er það ekki? Þetta er endirinn. Hér.“ Moments before the shooter opened fire on people loading their groceries in their car in front of the store. (Not graphic, cuts before gunfire erupts.) pic.twitter.com/b2efL7zShq— Doge (@IntelDoge) May 14, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Ellefu af þeim þrettán sem hann skaut voru dökkir á hörund. Hann skaut fjóra fyrir utan verslun í Buffalo, þar af þrjá sem dóu, og fór svo inn í verslunina þar sem hann hélt skothríðinni áfram. „Þetta var bókstaflega glæpur sem framinn var vegna haturs,“ hefur New York Times eftir John Garcia, fógeta. Hann lýsti fjöldamorðinu sem „hreinni illsku“. AP fréttaveitan segir að meðal hinna látnu sé Aaron Salter, fyrrverandi lögregluþjónn sem starfaði sem öryggisvörður í versluninni. Hann skaut nokkrum skotum að árásarmanninum og hæfði hann einu sinni en Gendron var í skotheldu vesti og særðist ekki. Hann skaut öryggisvörðinn til bana. Hin 86 ára gamla Ruth Whitfield var einnig meðal hinna látnu. Var í beinni útsendingu Gendron sýndi árásina í beinni útsendingu á netinu með myndavél sem hann hafði komið fyrir á hjálmi sínum. Forsvarsmenn Twitch, þar sem hann streymdi frá árásinni, segja þó að lokað hafi verið á útsendinguna innan við tveimur mínútum eftir að skothríðin hófst. Árásarmaðurinn virðist aðhyllast kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Það er samkvæmt löngu skjali sem hann birti á netinu skömmu fyrir árásina. Í skjalinu lýsti hann einnig vilja sínum til að myrða svart þeldökkt fólk. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Hér má sjá myndband frá því þegar Gendron var færður fyrir dómara í nótt. Gendron hafði skrifað á byssu sína og var skriftin sýnileg á myndbandi hans. Meðal annars hafði hann skrifað N-orðið svokallaða og einnig: „Hér eru bæturnar ykkar“, og vísaði hann þar til umræðu um að afkomendur þræla í Bandaríkjunum ættu að fá bætur frá ríkinu. Hann hafði einnig skrifað töluna fjórtán á byssuna. Það er sömuleiðis tilvísun í slagorð hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Þegar lögregluþjóna bar að garði beindi Gendron byssu sinni fyrst að sjálfum sér en lögregluþjónar fengu hann til að leggja hana frá sér og gefast upp. Hann var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli með margra skota magasín, sem ólöglegt er í New York. Hér að neðan má sjá upphaf streymis Gendron, áður en árásin hófst. Það síðasta sem hann sagði áður en hann fór úr bíl sínum og skaut konu var: „Maður verður bara að vaða í þetta, er það ekki? Þetta er endirinn. Hér.“ Moments before the shooter opened fire on people loading their groceries in their car in front of the store. (Not graphic, cuts before gunfire erupts.) pic.twitter.com/b2efL7zShq— Doge (@IntelDoge) May 14, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29